Sætuefnið súkralósi hefur fundist í hafinu og á hafsbotni í allt að 2 km fjarlægð frá útrásum norskra skolphreinsistöðva. Engar vísbendingar hafa fundist um að efnið hafi skaðleg áhrif á menn eða aðrar lífverur. Hins vegar bendir tilvist þess í hafinu til að það brotni seint niður í náttúrunni. Þess vegna telur Umhverfisstofnun Noregs (SFT) ástæðu til að rannsaka málið nánar með tilliti til hugsanlegra skaðlegra áhrifa á umhverfið til lengri tíma litið.

Súkralósi er framleiddur úr venjulegum sykri með því að skipta hlutum sameindarinnar út fyrir þrjár klórfrumeindir. Þannig verður til stöðugt efni sem ekki er nýtt af vefjum líkamans og skilar sér auðveldlega út með saur og þvagi. Efnið gefur 600 sinnum meira sætubragð en venjulegur sykur og er hitaeiningasnautt í næringarfræðilegu tilliti, þar sem það ný tist líkamanum ekki. Notkun súkralósa sem sætuefnis er leyfð í 80 löndum, en efnið er m.a. notað í sykurlausa gosdrykki.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag 30. apríl sl.
og frétt á heimasíðu SFT 29. apríl sl.  

Birt:
2. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Umhverfisáhrif af sætuefni verði rannsakað nánar“, Náttúran.is: 2. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/02/umhverfisahrif-af-saetuefni-veroi-rannsakao-nanar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: