Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur um Dalai Lama, andlegan og veraldlegan leiðtoga Tíbeta og friðarverðlaunarhafa Nóbels, í tilefni heimsóknar hans til Íslands í byrjun júní. Fyrirlesturinn verður haldinn á vegum Trúarbragðafræðistofu Hugvísindasviðs HÍ miðvikudaginn 15. apríl kl. 15:00 á Háskólatorgi í stofu 102. Buddamunkurinn Tenzin Gyatso, fjórtándi Dalai Lama í Tíbet, fjallar í bókum sínum og fyrirlestrum um andlegan þroska og lífsgildi á breiðum grundvelli á sinn sérstaka og áhrifaríka hátt, enda á hann fjölmarga aðdáendur í hinum vestræna heimi.

Hann flúði undan kínverskum stjórnvöldum fyrir hálfri öld og hefur allan þann tíma verið frelsistákn og óþreytandi talsmaður þjóðar sinnar og hvergi hvikað frá stefnu sinni um friðasamlega lausn í málefnum Tíbets. Njörður P. Njarðvík er fyrir löngu kunnur fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta og þjóðmála. Hann hefur kynnt sér líf,störf og hugsjónir Dalai Lama.

Dalai Lama, Tenzin Gyatso Kuger Yigtsang eins og hann heitir í Tíbet,  á marga stuðningsmenn og lærisveina um allan heim.

Dalai Lama er væntanlegur til Íslands 2009, ef heilsan leyfir, en skv. læknisráði þurfti hann ný verið að  aflýsa heimsókn til Mexikó og til Dominiska lþðverldisins. Ef mögulega verður af þessari heimsókn til Íslands þá er hún fyrirhuguð  í byrjun júní 2009. Sjá nánar á dalailama.is.

Dalai Lama fór í mikla læknisskoðun þegar hann kom til Mumbai  á Indlandi ný verið.  Eftir skoðun var hann sagður við  fína heilsu, þyrfti aðeins að hvílast og fækka móttökum gesta og viðtölum, áður en hann heldur til útlegðarstöðvar sinnar í Dharamsala, en þar byrjaði 12-stunda fasta og bænastund fyrir friði og frelsi laugardaginn, 30 ágúst  sl.,  sem skipulagt er af Samstöðu nefndinni fyrir Tíbet. Dalai Lama tók þátt í bænastundinni á slökunarstað sínum í Mumbai (Bombay).

Hér er opinber heimasíða Dalai Lama og er þar mikinn fróðleik og visku að finna: dalailama.com/. Aðrir tenglar: dalailama.com, tibet.com, dalailama.dk, dalailamanederland.nl, dalailamacenter.org, mindandlife.org

Birt:
15. apríl 2009
Höfundur:
Birgir Þórðarson
Tilvitnun:
Birgir Þórðarson „Fyrirlestur um Dalai Lama - Boðberi friðar og umburðarlyndis“, Náttúran.is: 15. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/15/fyrirlestur-um-dalai-lama-booberi-frioar-og-umburo/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: