Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins.   Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem voru við lþði allt frá 12.öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld..

Miðaldamarkaður á Gásum 18.-21. júlí 2009 .  Ath! Dagskráin er enn í mótun:

  • Laugardagur 18. og sunnudagur 19. Opið 11:00-17:00
  • 11:00 -17:00 Innlendir og erlendir kaupmenn og handverksmenn að störfum.  Gestir fylgjast með og geta átt kaup við slynga Gásakaupmenn.  Hægt er að taka þátt í ýmsu s.s. bogfimi, knattleik, steinakasti í “Örlygsstaðabardaga” , slöngvuvaðsfimi og Gásavölvan spáir í rúnir. 
  • 12:30 og 15:30  Leiðsögn um fornleifasvæðið. Gengið er frá tröppum stutt frá miðasölu. 
  • 12:00–17:00 Knattleikur 
  • 15:00 Barist á Gásum 
  • 12:00–14:00 Getur þú skotið af miðaldaboga? 
  • 13:00-15:00 Getur þú skotið með miðaldaslöngvuvað? 
  • 11:00–17:00 Eldsmiður að störfum 
  • 13:00 og 15:00 Hvernig var bókfell gert 
  • 12:00 og 15:30 Leikþættir úr sögu Gása
  • 13:30 og 16:00 Félagar úr sönghópnum Hymnodia syngja lög frá miðöldum 
  • 12:00 – 15:30  Kjörsúpa og brauð að miðaldasið.  
Dagskráin mánudaginn 20. og Þriðjudaginn 21. er svipuð og um helgina en athugið styttri opnunartíma. Þessi upptalning er í raun aðeins hluti af því sem fer fram. Komið og upplifið stemmninguna - takið þátt og njótið!

Birt:
12. júlí 2009
Uppruni:
Gásir
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Miðaldadagar að Gásum“, Náttúran.is: 12. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/12/mioaldadagr-ao-gasum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: