Ómar Ragnarsson hlýtur Seacology Umhverfisverndarverðlaunin 2008
Ómar Ragnarsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin árið 2008 fyrir baráttu sína gegn eyðileggingu á náttúru á hálendi Íslands. Verðlaunin hlýtur Ómar fyrir að hafa vakið almenning til vitundar um risavaxnar virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands og þau umhverfisspjöll sem stíflugerð og uppistöðulón til að knýja álver Alcoa á Reyðarfirði hafa valdið.
Segir í tilkynningu frá Seacology að efnahagslegur ávinningur Íslands af þessum framkvæmdum sé lítill en gríðarstór svæði ósnortinnar náttúru hafi verið eyðilögð. Því sé Ómar Ragnarsson hetja í umhverfismálum á Íslandi.
Seacology umhverfisverndarverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 1992 til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til verndar lífríki á eyjum um allan heim s.s. Indónesíu, Hawaii, Tonga, Sri Lanka, Madagascar, Borneó og Papúa Nýju Gíneu. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt vegna umhverfisverndarstarfs í Evrópu.
Seacology eru helstu umhverfisverndarsamtök heims sem hafa það að markmiði að vernda einstakan fjölbreytileika lífríkis á eyjum veraldar. Samtökin voru stofnuð í ljósi þess að meirihluti þeirra plöntu- og dýrategunda sem orðið hafa útdauðar síðustu fjögurhundruð árin lifðu á eyjum heimsins og vinna samtökin ötullega að því að sporna gegn þessari ógnvekjandi þróun.
Ómar Ragnarsson mun veita verðlaununum formlega viðtöku í San Francisco í Bandaríkjunum 2. október næstkomandi.
Fyrir hönd Seacology á Íslandi
Teitur Þorkelsson
Nánari upplýsingar um Seacology samtökin, fyrri verðlaunahafa og verðlaunafé
Tilkynning frá Seacology um Seacology Umhverfisverndarverðlaunin 2008.
Segir í tilkynningu frá Seacology að efnahagslegur ávinningur Íslands af þessum framkvæmdum sé lítill en gríðarstór svæði ósnortinnar náttúru hafi verið eyðilögð. Því sé Ómar Ragnarsson hetja í umhverfismálum á Íslandi.
Seacology umhverfisverndarverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 1992 til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til verndar lífríki á eyjum um allan heim s.s. Indónesíu, Hawaii, Tonga, Sri Lanka, Madagascar, Borneó og Papúa Nýju Gíneu. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt vegna umhverfisverndarstarfs í Evrópu.
Seacology eru helstu umhverfisverndarsamtök heims sem hafa það að markmiði að vernda einstakan fjölbreytileika lífríkis á eyjum veraldar. Samtökin voru stofnuð í ljósi þess að meirihluti þeirra plöntu- og dýrategunda sem orðið hafa útdauðar síðustu fjögurhundruð árin lifðu á eyjum heimsins og vinna samtökin ötullega að því að sporna gegn þessari ógnvekjandi þróun.
Ómar Ragnarsson mun veita verðlaununum formlega viðtöku í San Francisco í Bandaríkjunum 2. október næstkomandi.
Fyrir hönd Seacology á Íslandi
Teitur Þorkelsson
Nánari upplýsingar um Seacology samtökin, fyrri verðlaunahafa og verðlaunafé
Tilkynning frá Seacology um Seacology Umhverfisverndarverðlaunin 2008.
Birt:
6. ágúst 2008
Tilvitnun:
Teitur Þorkelsson „Ómar Ragnarsson hlýtur Seacology Umhverfisverndarverðlaunin 2008“, Náttúran.is: 6. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/06/omar-ragnarsson-hlytur-seacology-umhverfisverndarv/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.