Þetta er fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu og heitir líka og reyndar oftar trinitatis. Við hana eru miðaðir allir sunnudagar í húspostillum þaðan og fram til jólaföstu. Nafnið er sprottið af því, að á 12. öld komst hin heilaga almenna kirkja að þeirri niðurstöðu, að Guð faðir, sonur og heilagur andi væri allt ein og sama persónan, þrenning sönn og ein. Ekki var það nú fyrr. Þessi skilningur var svo lögboðinn af páfa árið 1334. Þótti trinitatis lengi vel mun helgari en aðrir sunnudagar, jafnvel fram á 20. öld.

Birt:
3. júní 2013
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Þrenningarhátíð“, Náttúran.is: 3. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/renningarht/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: