kiva logoKiva er smálánasjóður sem er starfræktur af hugsjón og án væntinga um efnhagslegan gróða. Einstaklingar leggja til fjármagn í litlum og stórum skömmtum og því er síðan úthlutað sem lánum til einstaklinga í þróunarlöndum sem þurfa oft smástuðning til að komast af stað með rekstur eða stækka hann í hagkvæmara form. Láný egar greiða síðan til baka og þá fær sá sem lagði féð fram það aftur og getur tekið það út úr kerfinu eða lánað í annað verkefni.

Abidé Sossom - TogoVerkefnin er ekki nein svört hola heldur er á síðu samtakanna hægt að skoða haða einstaklinga skorti fé og velja sér manneskju og verkefni til að styðja. Reglulegar uppfærlsu af gangi verkefnising og endurgreiðslu eru síðan sendar til þáttakenda.

Allt fé sem lagt er til lána er nýtt til lána. Laun starfsmanna koma frá sérstökum framlögum og eru ekki í neinum takti við þau ofurlaun sem við sjáum oft hjá íslenskum fjármálastofnunum. Upphæðir fara eftir því sem hentar hverjum og einum en þó að lámarki $25, um 1.600ISK þegar þetta er ritað. Þetta fé skilar ekki öðrum arði en það að hægt er að fylgjast með meðbræðrum okkar og systrum komast yfir hjalla og ná undir sig fótunum og í sumum tilfellum bjarga sér frá örbirgð og grimmum örlögum.

Og fénu má svo veita aftur og aftur til nýrra verka.

Að mörgu leiti svipar þessu til þess að vera stuðningsforeldri nema að hjá Kiva getur verið um eina greiðslu að ræða sem er svo endurþtt aftur og aftur en ekki stöðtugar greiðlsur. Þarna er því gott tækifæri til að láta gott af sér leiða án þess að takast á hendur skulbindingar eða láta mikið fé af hendi rakna. Allt sem lagt er að mörkum skiptir máli.

Til dæmist gæt vinnustaðir tekið sig til og látið fé sem safnast fyrir gosflöskur fara í Kiva smálánstarfið og farið yfir stöðu verkefna á árshátið eða við annað tækifæri.

Tilfinningin sem fylgir því að hafa látið gott af sér leiða, hvursu smátt sem það er, hlýjar hjartanu meira en hálfköld og staðin sveppasúpa á árshátiðinni...

Myndin er af síðu Kiva og sýnir Abidé Sossom sem fékk 900$ lán til að stækka verslun sína með þjóðardrykkinn "sodabi".

Slóð KIva smálánasjóðsins: http://www.kiva.org/

Birt:
9. september 2007
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Kiva smálánasjóðurinn“, Náttúran.is: 9. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/09/kiva-smalanasjodurinn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: