Krydd og örverur - ástandið betra en 2003
Í eftirlitsverkefni Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar voru tekin 106 sýni af kryddi og kryddblöndum í mars-maí. Af þeim voru 11 sýni yfir mörkum um örverufjölda. Niðurstöður þessa eftirlitsverkefnis sýna að krydd sem selt er í verslunum um land allt er almennt undir þeim mörkum sem miðað er við varðandi örverufræðileg gæði þess, en 10% sýna stóðust ekki viðmiðunarmörk vegna myglusveppa og auk þess greindust saurkólígerlar langt yfir viðmiðunarmörkum í einu sýnanna. Ástand krydds er betra en var þegar síðast var gerð úttekt á kryddi árið 2003.
Örverur í kryddi geta verið vandamál, þá einkum mygla og aðrar jarðvegsörverur. Því er mikilvægt að matvælafyrirtæki séu vakandi yfir örveruástandi þess.
Myndin er af heimagerðu kryddi Fjólu Jóhannsdóttur; blómblöð morgunfrúarinnar, smári, minta, blóðberg og blómablöð rósarinnar. Fjóla hefur um árabil safnað jurtum og unnið úr þeim græðandi áburði, krydd o.fl. Sjá frétt um Fjólu Jóhannsdóttur
Ljósmynd: Einar Bergmundur.Birt:
27. júní 2007
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Krydd og örverur - ástandið betra en 2003“, Náttúran.is: 27. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/27/krydd-og-rverur-standi-betra-en-2003/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. ágúst 2007