SagaMedica á Náttúrumarkaði
SagaMedica er tvímælalaust eitt áhugaverðasta fyrirtæki sem sprottið hefur upp á Íslandi á síðustu árum.
SagaMedica - Heilsujurtir ehf. var stofnað þann 27. júní árið 2000. Tilgangur með rekstri fyrirtækisins var að þróa og framleiða hágæða heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum og markaðssetja heima og erlendis. Að stofnun fyrirtækisins stóðu Dr. Sigmundur Guðbjarnason, Steiný ór Sigurðsson, Bændasamtök Íslands, Ævar Jóhannesson og Þráinn Þorvaldsson sem er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Með gríðarlegu átaki hafa þeir félagar gengið þá grþttu braut sem að markaðsetning nýrra óhefðbundinna afurða er og komið með nýjar vörutegundir reglulega.
Með vísindalegum rannsóknum á íslenskum lækningajurtum, úrvinnslu á niðurstöðum rannsókna og endalausri þolinmæði hefur þeim tekist að hasla sér völl á markaði. Sala erlendis er einnig hafin og fer vel af stað enda staðið vel að öllu hjá SagaMedica. Náttúrumarkaðurinn hér á vefnum getur nú boðið upp á fjórar vörutegundir frá SagaMedica. Voxis hálstöflur , Angelica hvannartöflur , Angelica hvannarveig og SagaPro hvannartöflur .
Skoðið fleiri vörur í deildum Náttúrumarkaðarins hér til hægri á síðunni. Með því að slá óskavöruna inn í leitarreitinn hér efst á síðunni getur þú einnig fundið vöruna sem þú ert að leita að.
Í körfuflipanum getur þú fylgst með hvað komið er í körfuna, bætt í eða tekið úr og fylgst með sendingarkostnaðinum. Náttúran veit þyngd hverrar vöru og reiknar því sendingarkostnaðinn jafnóðum. Að versla á netinu er umhverfisvænna en flestar innkaupaferðir innanbæjar. Það sparar bæði tíma og bensín því hér þarf ekki að keyra bíl frá einni búð til annarrar til að ná í það sem vantar.
Í skilmálaflipanum koma fram allar upplýsingar sem varða viðskiptin, öryggið og afhendingu. Hafir þú samt einhverjar spurningar eða viljir bara fá leiðbeiningar eða nánari upplýsingar þá hringdu í síma 483 1500 á virkum dögum frá 9:00-17:00 eða í síma 863 5490 fyrir utan skrifstofutíma.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „SagaMedica á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 6. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2007/09/11/sagamedica-nttrumarka/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. september 2007
breytt: 6. nóvember 2008