ABC sjónvarpsstöðin velur 7 ný undur veraldar
Íslensku jöklarnir og eldfjöllin, Internetið, elsti hluti Jerúsalem, Kóralrif við Hawaii, Maasai Mara þjóðgarðurinn í Kenía, Potala-höllin í Tíbet og Maja-píramídarnir í Mexíkó hafa verið útnefnd sem hin sjö nýju undur veraldar af ABC sjónvarpstöðinni (sjá vefsíðu ABC). Jónína Bjartmarz minntist á útnefninguna á málþinginu „Er sátt í sjónmáli“ hjá Samtökum Iðnaðarins í gær og sagði að henni hafi ekki komið útnefningin að óvörum og væru þó mjög ánægjuleg sérstaklega vegna þess að ráðgjafanefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hefur skilað niðurstöðu (sjá frétt á vef Umhverfisráðuneytisins) og nýbúið er að samþykkja frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð (sjá frétt á vef Umhverfisráðuneytinsins).
-
Myndin er tekin við Jökulsárlón þ. 21. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „ABC sjónvarpsstöðin velur 7 ný undur veraldar“, Náttúran.is: 22. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/sjo_undur_veraldar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. ágúst 2011