3 dl Bankabygg
1 msk jurtasalt
150-300 ml sólþurrkaðir tómatar
3-4 msk grænt pesto
9 dl vatn

Aðferð:
Byggið er soðið með jurtasalti í u.þ.b. 40 mínútur eða 15 mínútur t.d. að kvöldi, -þá er slökkt undir og látið standa á hellunni yfir nóttina. Eftir að byggið er soðið eru tómatarnir skornir smátt og blandað í byggið ásamt pestóinu.

Borið fram heitt eða kalt sem meðlæti með öllum mat eða létt máltíð.

Ljósmynd: Eymundur Magnússon í Vallanesi uppsker lífrænt ræktað bygg á landi sínu.

Birt:
28. október 2011
Höfundur:
Eymundur Magnússon
Tilvitnun:
Eymundur Magnússon „Bygg Ottó“, Náttúran.is: 28. október 2011 URL: http://nature.is/d/2007/08/03/bygg-ott/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. ágúst 2007
breytt: 28. október 2011

Skilaboð: