17. júní á sér eðlilega ekki langa sögu. Þó er það ekki seinna en 1886, að sá ágæti framkvæmdamaður, Þorlákur Johnson, heldur samsæti í húsi sínu “ásamt nokkrum frjálslyndum og fjörugum mönnum” í minningu Jóns Sigurðssonar. Reyndar var svo látið heita, að það hóf væri haldið í nafni Góðtemplarareglunnar.

Þetta mun þó hafa verið heldur frjálst framtak hjá Þorláki og ekki er vitað til að þetta hafi orðið neinn dagur þjóðarinnar fyrr en 1911, þegar stytta Jóns er afhjúpuð á Austurvelli og blómsveigur lagður á leiði hans í fyrsta sinn. Eftir það tóku íþróttamenn upp á því að heiðra minningu Jóns með frjálsíþróttakeppni þennan dag, og var mótið í Reykjavík einhver eftirminnilegastur viðburður þann dag, þar til lýðveldið var stofnað á Þingvöllum árið 1944.

Úr Sögu daganna eftir Árna Björnsson.

Birt:
17. júní 2013
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Lýðveldisdagurinn - 17. júní“, Náttúran.is: 17. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/15/lveldisdagurinn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. júní 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: