Stórtónleikar á Nasa – til verndunar náttúru Íslands og gegn stóriðju, mánudaginn 2. júlí kl. 20:00.

Hljómsveitir og tónlistamenn sem fram koma eru meðal annarra:

Múm, Ólöf Arnalds, Bogomil Font og félagar, Magga Stína, Rúnar Júl, Ellen Eyþórs, Mr. Silla og Mongoose, Bloodgroup, Evil Madness, Skátar, Ljótu Hálfvitarnir, Retro Stefsson, Strakovsky Horo, Dj Árni Sveins.

Miðaverð er 2500,- og rennur allur ágóði til náttúruverndar. Miðar verða seldir við innganginn. Frjáls framlög eru einnig vel þegin. Allir listamennirnir gefa vinnu sína til stuðnings samtakanna Saving Iceland og verndunar náttúru Íslands.

Þeir sem að tónleikunum standa að þessu sinni eru samtökin Saving Iceland, sem verða með mótmælabúðir í sumar þriðja árið í röð, og standa einnig fyrir ráðstefnunni Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna, um helgina 7. - 8. júlí að Hótel Hlíð, Króki, Ölfusi, þar sem fjöldi fyrirlesara mun flytja erindi og innlendir og erlendir náttúruverndarsinnar munu bera saman bækur sínar.

Að tónleikunum stendur einnig Hætta-hópurinn, sömu aðilar og stóðu fyrir tónleikunum 7. janúar 2006 í Laugardalshöll. Tónleikarnir eru enn mörgum í fersku minni. Þar kom fram fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna og seldist upp á mettíma.

Náttúruverndarsinnar og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta og sýna góðu málefni stuðning í sumri og sól.

Tónleikarnir kl 20.00, mánudaginn 2. júlí. Húsið opnar kl 19.30.

BJÖRGUM ÍSLANDI FRÁ STÓRIÐJU!

Nánari upplýsingar hjá www.savingiceland.org og Jason Slade - 6902862

Birt:
25. júní 2007
Höfundur:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Saving Iceland „Saving Iceland kynnir:“, Náttúran.is: 25. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/saving-iceland-kynnir/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: