Soil Association, hin öflugu samtök á Bretlandi um vottun lífrænnar ræktunar, íhuga nú að hætta notkun hugtaksins „lífrænt“ þar sem það hafi fengið á sig neikvæðan blæ. Nýr forseti samtakanna, Monty Don, segir nauðsynlegt að bregðast við þeim vanda að fjöldi fólks telji lífrænt ræktaðar vörur aðeins vera fyrir efnað millistéttarfólk sem sé fyrst og fremst að láta undan löngun sinni í mat ræktaðan af smábændum.

Don segir að til greina komi að taka upp hugtakið „sjálfbært“ í staðinn fyrir „lífrænt“.
Guardian sagði frá.

Birt:
7. september 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Lífrænn ímyndarvandi“, Náttúran.is: 7. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/07/lifraenn-imyndarvandi/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: