Orð dagsins 28. janúar 2009.

Virkjun vindorku gæti skapað allt að 12.000 ný störf í Svíþjóð á árunum fram til 2020, ef marka má nýja skýrslu frá sænsku vindorkusamtökunum (Svensk Vindenergi). Gríðarlegur vöxtur er í þessari grein víða um lönd. Þannig er gert ráð fyrir að fjárfestingar í vindorku í Evrópu muni nema um 2.200 milljörðum sænskra króna (um 33.000 milljörðum ísl. kr.) fram til ársins 2020. Helsti vandi greinarinnar nú er að framleiðendur hafa ekki undan að framleiða búnaðinn.
Lesið frétt Byggvärlden í gær.

Birt:
28. janúar 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Vindurinn virkjaður sem aldrei fyrr“, Náttúran.is: 28. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/28/vindurinn-virkjaour-sem-aldrei-fyrr/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: