Orkusetur verðlaunar vefinn „Orkan mín“
 Þann 10. desember s.l. veitti Orkusetrið Orkuveitu Reykjavíkur viðurkenningu fyrir vefinn „Orkan mín“ sem framúrskarandi lausn fyrir viðskiptavini.
Þann 10. desember s.l. veitti Orkusetrið Orkuveitu Reykjavíkur viðurkenningu fyrir vefinn „Orkan mín“ sem framúrskarandi lausn fyrir viðskiptavini.
Á vefnum www.orkanmin.is geta viðskiptavinir Orkuveitunnar fylgst með orkunotkun sinni á afar aðgengilegan hátt og nýtt upplýsingarnar til að bæta orkunýtinguna á heimilinu. Á einfaldan og myndrænan hátt má meðal annars sjá hvernig orkunotkun á heimilinu hefur þróast og hægt að bera hana saman við meðalnotkun sambærilegra heimila á Íslandi. Einnig er hægt að setja upp lista með þeim tækjum sem eru á heimilinu og sjá hversu mikla orku hvert og eitt tæki notar og hvað það kostar.
Framlag Orkuveitu Reykjavíkur stuðlar því að bættri ný tni orkuauðlinda landsins segir í frétt á vef Orkuseturs.
Birt:
Tilvitnun:
Orkusetur „Orkusetur verðlaunar vefinn „Orkan mín““, Náttúran.is: 15. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/15/orkusetur-verolaunar-vefinn-orkan-min/ [Skoðað:31. október 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
 
		

 
							 
							 
							 
							 
							 
							