Reykjanesskagi og framtíðarsýn - Eldfjallagarður og fólkvangur. Tónlistarmenn af Suðurnesjum leggja málefninu lið og Rokka fyrir Reykjanes í sátt við umhverfið. Í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík, fimmtudaginn 14. 09. ´06 og í Frumleikhúsinu í Keflavík föstudaginn 15. 09.´06.

Fram koma: Deep Jimi and Zep Creams, Heiða og heiðingjarnir, Rúnar Júlíusson, Æla, Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn, Þröstur Jóhannsson, Koja, Tommygun, Victory or death og The corrated crue.

Miðasala fyrir Frumleikhúsið er í Hljómaval í Keflavík.
Myndin er af veggspjaldi tónleikanna.
Í grunn veggspjaldsins er verk eftir Jóhann G. Jóhannsson. Hann hefur auk þess að hafa unnið verk innblásin af Keili „Tindar og pþramídar“ og lagt til kynningar eldfjallagarðs og þjóðgarðshugmyndinni, einnig lagt gífurlega mikið til náttúruverndar með skrifum sínum í blöð, tónlistarflutningi, lagasmíðum og útgáfu geisladiska í þágu náttúruverndar á undanförnum árum.


Birt:
4. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tónleikar - Reykjanes Rokkar“, Náttúran.is: 4. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/reykjanes_rocks/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 11. maí 2007

Skilaboð: