Lóðréttar garðyrkjustöðvar
Allur matur, hver einasta ögn sem að New York búar neyta daglega er fluttur þangað yfir þver Bandaríkin eða þveran heiminn með vörubílum, skipum eða flugvélum.
Núna hafa vísindamenn hjá Columbia Háskólanum stungið uppá nýjum valkosti. Þeirra sýn á framtíðina er ný tegund af skþjakljúfum, „lóðrétt garðyrkjustöð“. Hugmyndin er mjög einföld. Ímyndum okkur 30 hæða byggingu með glerveggjum og á toppnum er risastór sólarrafhlaða. Á hverri hæð væru stór beð, í raun innanhús akrar eða engi. Þar mundi svo vera háþróað vökvunarkerfi.
Þannig væri hægt að rækta allar tegundir grænmetis, ávaxta og jurta undir ströngu eftirliti í þéttbýli.
Þetta þýðir það að flutningskostnaður myndi minnka verulega svo og mengun sem stafar af flutningunum.
Allt þetta er hugmynd Prófessor Dickson Despommier hjá Columbia Háskólanum. Hann og nemendur hans byrjuðu að vinna með þekkta gróðurhústækni og eru nú vissir um „lóðrétt garðyrkjustöð“ sé raunsæ lausn.
Prófessor Despommier segir frá mörgum kostum við svona byltingakennda ræktun.
- Uppskera allt árið undir eftirliti
- Öll uppskera myndi vera lífræn þar sem hún myndi ekki vera í neinni nálægð við sníkjudýr eða pöddur.
- Matur væri framleiddur fyrir nálæg svæði
- Dregur úr umhverfisáhrifum landbúnaðar
Einnig bætir Despommier við að „lóðréttar garðyrkjustöðvar“ gætu komið í stað gamalla venjulegra sveitabæja og garðyrkjustöðva og þeim svæðum verið breytt í skóglendi. Góðar fréttir á tímum hlýnunar andrúmslofts.
„Jafnvel þó að þetta sé ekki alveg náttúrulegt, kannski svolítið verksmiðjulegt í samabandi við framleiðslu þá spörum við mikið landsvæði“
Í áætluninni felst að gera bygginguna algerlega sjálfbæra.
Orka kæmi frá sólarrafhlöðu, en það myndu líka vera brennsluofnar sem notast við garðaúrgang fyrir eldsneyti. Allt vatnið í byggingunni myndi líka vera endurnýtt.
Nokkrum klukkutímum fyrir norðan New York borg standa 18.000 eplatré Ed Miller í blóma. Eins og bændur um allan heim hefur Miller lifað í gegnum áratugi af breytingum og nýsköpun. En hann er innst inni enn „maður jarðarinnar“.
Hvað finnst honum um „lóðrétta garðyrkjustöð“? Hann er ótrúlega jákvæður. „Þetta lítur út eins og rosa flott gróðurhús“ segir hann „þetta er frábært, mjög áhugavert, þetta verður magnað“
Eins og er eru „lóðréttar garðyrkjustöðvar“ aðeins hugmynd en vísindamennirnir fullyrða að hugmyndin sé skynsamleg.
Nú vantar þá aðeins, segja þeir, fjármagn til að gera þetta að raunveruleika.
sjá grein á BBC NEWS America.
Myndirnar eru af hönnun Chris Jacobs og teknar
af síðu The Vertical Farm Project.
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Lóðréttar garðyrkjustöðvar“, Náttúran.is: 25. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/lrttar-garyrkjustvar/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.