Skipulagsstofnun hefur ákveðið að borun á rannsóknarholu í Gjástykki skuli fara í umhverfismat, eins og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra óskaði eftir.

Stofnunin segir að borunin kunni að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið og hana skuli því meta. Gjástykki er eitt fjögurra jarðhitasvæða sem rannsökuð eru vegna hugsanlegs álvers Alcoa á Bakka.

Iðnaðarráðuneytið skilaði áliti sínu til Skipulagsstofnunar þann 8. júlí, eftir þriggja mánaða töf, að sögn RÚV. Aðrir hafi skilað áliti sínu innan tveggja vikna.

Myndin er af korti af háhitasvæðinu á Norðurlandi. Kort gert fyrir Landvernd af Guðrúnu Tryggvadóttur.
Birt:
18. júlí 2008
Höfundur:
kóþ
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
kóþ „Gjástykki fer í umhverfismat“, Náttúran.is: 18. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/18/gjastykki-fer-i-umhverfismat/ [Skoðað:4. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: