Dagsetningar þessa orðs hafa veirð svolítið breytilegar eftir tímabilum. Þó mun óhætt að fullyrða að þett hafi almennast verið fjórir fyrstu dagarnir í 7. viku sumars, sem gátu hafist á bilinu 31. maí til 6. júní. Á þessum dögum skyldu menn flytja búferlum af einni jörð á aðra. Fleira var oft miðað við þessa dagsetningu einsog greiðsla á jarðarafleigu, virðing eigna til tíundar, offurgjald til presta og fleiri gjöld og tollar.Nýi fardagur eða fardagur presta var hinsvegar ekki settur fyrr en 6. júní 1847.

Birt:
31. maí 2013
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Fardagar“, Náttúran.is: 31. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/fardagar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: