Atli spyr að dagsmörkum á Konungsstöðum
29. A. Ekki veit eg hvað degi líður á Konungsstöðum. Þar mun enginn vita dagsmörk. En svo mikið hefi eg nú þegar lært af ráðum þínum að eg mun þurfa að vita rismál bónda.
B. Sagt mun þér hafa verið að sólarhringnum eða degi og nóttu saman er venjulega skipt í 8 eyktir, sem heita miðnætti, ótta, miður morgunn, dagmál, hádegi, nón, miðaftann, náttmál. Hefur hver þessi eykt í sér 3 stundir og eins merkir hvert eyktarmark í sér heilar þrjár stundir en ekki punkt einn tímans eður afmarkað sinn. Því verður sagt: að öndverðum dagmálum, á ofanverðu hádegi, item þá hallaði út eyktinni. Er það ein eykt, sem sól gengur um hverja átt. Á meðan sól gengur um norðurátt heitir miðnætti og meðan hún gengur um landnorðurátt heitir ótta, á meðan hún gengur um austuátt heitir miðmorgunn, á meðan hún gengur um landsuðurátt heitir dagmál, á meðan hún gengur um suðurátt heitir hádegi, á meðan hún gengur um útsuðurátt heitir nón, á meðan hún gengur um vesturátt heitir miðaftann og á meðan hún gengur um útnorðurátt heitir náttmál. Svo hefur sól hálfgengið miðnættiseykt þegar hún er í fullu norðri. Er þá hálfnuð nóttin og kl. 12. Frá norðri gengur sól til austurs hálfan eyktartíma, er þá liðin miðnættis eykt og hefst þá ótta en sú eykt er þá hálfnuð sem sól er í fullu austri. Hálfri eykt síðar hefjast dagmál, sú eykt er hálfnuð er sól er í fullu landsuðri, en þar endast hún sem hádegi byrjar og er það hálfnað þá sól hefur hálfgengið hádegiseykt, það er þegar hún er í fullu suðri eða kl. 12. en liðið er það nær vér köllum miðmunda. Þá gengur sól inní nóneykt, sem þá er hálfnuð er sól er í fullu útsuðri. Og þegar sól er jafnærri báðum, nóni og miðjum aftni, þá er úti nóneykt, en hefst miður aftann. Hefur sól hálfgengið miðaftanseykt er hún er í fullu vestri. En þegar hún hefur gengið hálfa eykt þaðan þá hefst miðnættið. Hér á móti vilt þú kalla upphaf eyktar þar sem sólvísir sýnir þér miðja höfuðátt. Muntu aldrei finna gömul dagsmörk á nokkrum bæ, sem beri saman við það. Þú munnt aldrei finna fornmanna dagmál kl. 9, hádegi kl. 12. En setjir þú slík dagsmörk hjá þér munu menn kalla leti-dagsmörk og ei munu þá vel eður hentuglega fara fram heimilisverk þín.
Svo þú skiljir þetta betur þá er hér sólskífuform, myndað eftir þeirri, sem vísilögmaður Eggert Ólafsson setti í Sauðlauksdal við Patreksfjörð, eftir fornmanna dagsmörkum, sem enn eru brúkanleg um allt Ísland. 1) Og ber henni líka saman við það, sem vor hálærði, dr. Finnur Jónsson skrifar í nótis við sína Íslands-Kirkjuhistóríu (Tom. I, pag. 154) um eyktanöfn og skipan. [Sólskífa] 2)
Mynd af sólskífu
1) Hin röksamlega greinargerð hér á undan áréttar og umbætir smákaflann Tímatal Íslendinga, sem er (m.a.) gr. 58-60 í Ferðabók Eggert Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.
2) Sólarhringnum var skipt í eyktir, en 1 eykt = 3 klukkustundir. Sólarhringurinn skiptist því í áttundir (8 eyktir) en þær eru svo sem sólskífan greinir: Miðnætti, ótta, miður morgun, dagmál, hádegi, nón, mið aftann, náttmál.
Á sólskífunni má einnig lesa áttirnar: Norður, landnorður, austur, landsuður, suður, útsuður, vestur og útnorður.
Það er og alþýðu talsháttur vestarlega á Vestfjörðum að þegar ferðamaður spyr heimamann hvort nú sé komið hádegi þá svarar hinn: Það er löngu komið hádegi því nú er komið fram undir hæstan dag. Og mun sá skilningur orðsons frá fornaldarmönnum. Viljir þú gjöra þér sólskífu þá settu hana fyrst fast niður, sirklaðu á henni hringa sem á mynd þessari og set þú svo lítinn prjón eða vísi í miðpunktinn; ei má vísirinn boginn vera. Sittu yfir skífunni um hádegisbilið þar sem skugginn er stystur, þar hefur þú norður fundið. Þar dregur þú línu í gegnum miðpunktinn, yfir þvera sólskífuna, og þar beint frá norðri: þar er suður. Mitt á milli norðurs og suðurs til hægri handar vestur þegar þú horfir í norður. Þar eftir getur þú mælt og sirklað í sundur hinar aðgreiningarnar, sem þú sérð hérna fyrir þér.
Jón prestur Daðason, sem var í Arnarbæli, skrifar svo í sinni ból, sem hann kallar Gandreið (kap. 24): Hvar sem sól sést renna þann 21. aprilis þar er landnorður. Hvar sem sól rennur upp 10. mars þar er austur. Hvar sem sól rennur upp 25. jan. þar er landsuður. Hvar sól gengur undir 25. jan. þar er útsuður. Hvar sól rennur niður 10. mars þar er vestur. Hvar sól rennur niður 21. aprilis ar er útnorður. Þetta segir sá fróði maður, síra Jón, sé á sunnanverðu Íslandi hvar engar hæðir hindra. Reiknar hann eftir gamla stíl því hann var búin að gjöra þessa sína bók 1672 1). Hér vestra við Látrabjarg mismunar þessu svo mjög að ef maður tekur nýja stíl fyrir þann gamla þá kemst maður nokkuð nærri sanni, það er ef að menn taka mark á þessu 11 nóttum fyrri en hér er til vísað.
1) Jón prestur lést 1676 en gamlistíll dagsetninga veik eigi fyrr en 1700 fyrir nýjum tímareikningi.
30. A. Þegar ekki sér sól þá veit eg ekki hvað tíma líður.
B. Á Konungsstöðum sér nokkuð til sjávar og getur farið nærri dagsmörkum af sjávarföllum. En þá verður þú að taka grannt eftir fjörumáli og flæðar. Aðfall sjóar eru tvær eyktir frekar, útfall eins langt. Nú eru 8 eyktir í degi og nóttu sem áður er sagt. Eru þá 2 flóð og 2 fjörur í einum sólarhring. Þá er altíð fjara við sjó nær tungl er í suðri eða norðri, hvort sem það er ungt eður gamalt, og líka er þá altíð flóð, næt tungl er í austri eða vestri.
Flóð og fjörur færast eftir tunglgangi og munar það vel heilli eykt á fjórum dögum, sem sjófalli seinkar, svo þegar tungl var einnætt þá var fjara er sól var í suðri. En þegar fernætt er þá er fjara nær sól er í útsuðri. Þetta allt er þó helst að marka til útnesja, hvar ekki er mikið öfugstreymi, sen síður inni á fjarðarbotninum því þar eru öll sjóarföll seinna. Að vita hverninn stendur á tungli og sjóarföllum kann þér oft að gagni koma í búnaðarverkum þínum.
B. Sagt mun þér hafa verið að sólarhringnum eða degi og nóttu saman er venjulega skipt í 8 eyktir, sem heita miðnætti, ótta, miður morgunn, dagmál, hádegi, nón, miðaftann, náttmál. Hefur hver þessi eykt í sér 3 stundir og eins merkir hvert eyktarmark í sér heilar þrjár stundir en ekki punkt einn tímans eður afmarkað sinn. Því verður sagt: að öndverðum dagmálum, á ofanverðu hádegi, item þá hallaði út eyktinni. Er það ein eykt, sem sól gengur um hverja átt. Á meðan sól gengur um norðurátt heitir miðnætti og meðan hún gengur um landnorðurátt heitir ótta, á meðan hún gengur um austuátt heitir miðmorgunn, á meðan hún gengur um landsuðurátt heitir dagmál, á meðan hún gengur um suðurátt heitir hádegi, á meðan hún gengur um útsuðurátt heitir nón, á meðan hún gengur um vesturátt heitir miðaftann og á meðan hún gengur um útnorðurátt heitir náttmál. Svo hefur sól hálfgengið miðnættiseykt þegar hún er í fullu norðri. Er þá hálfnuð nóttin og kl. 12. Frá norðri gengur sól til austurs hálfan eyktartíma, er þá liðin miðnættis eykt og hefst þá ótta en sú eykt er þá hálfnuð sem sól er í fullu austri. Hálfri eykt síðar hefjast dagmál, sú eykt er hálfnuð er sól er í fullu landsuðri, en þar endast hún sem hádegi byrjar og er það hálfnað þá sól hefur hálfgengið hádegiseykt, það er þegar hún er í fullu suðri eða kl. 12. en liðið er það nær vér köllum miðmunda. Þá gengur sól inní nóneykt, sem þá er hálfnuð er sól er í fullu útsuðri. Og þegar sól er jafnærri báðum, nóni og miðjum aftni, þá er úti nóneykt, en hefst miður aftann. Hefur sól hálfgengið miðaftanseykt er hún er í fullu vestri. En þegar hún hefur gengið hálfa eykt þaðan þá hefst miðnættið. Hér á móti vilt þú kalla upphaf eyktar þar sem sólvísir sýnir þér miðja höfuðátt. Muntu aldrei finna gömul dagsmörk á nokkrum bæ, sem beri saman við það. Þú munnt aldrei finna fornmanna dagmál kl. 9, hádegi kl. 12. En setjir þú slík dagsmörk hjá þér munu menn kalla leti-dagsmörk og ei munu þá vel eður hentuglega fara fram heimilisverk þín.
Svo þú skiljir þetta betur þá er hér sólskífuform, myndað eftir þeirri, sem vísilögmaður Eggert Ólafsson setti í Sauðlauksdal við Patreksfjörð, eftir fornmanna dagsmörkum, sem enn eru brúkanleg um allt Ísland. 1) Og ber henni líka saman við það, sem vor hálærði, dr. Finnur Jónsson skrifar í nótis við sína Íslands-Kirkjuhistóríu (Tom. I, pag. 154) um eyktanöfn og skipan. [Sólskífa] 2)
Mynd af sólskífu
1) Hin röksamlega greinargerð hér á undan áréttar og umbætir smákaflann Tímatal Íslendinga, sem er (m.a.) gr. 58-60 í Ferðabók Eggert Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.
2) Sólarhringnum var skipt í eyktir, en 1 eykt = 3 klukkustundir. Sólarhringurinn skiptist því í áttundir (8 eyktir) en þær eru svo sem sólskífan greinir: Miðnætti, ótta, miður morgun, dagmál, hádegi, nón, mið aftann, náttmál.
Á sólskífunni má einnig lesa áttirnar: Norður, landnorður, austur, landsuður, suður, útsuður, vestur og útnorður.
Það er og alþýðu talsháttur vestarlega á Vestfjörðum að þegar ferðamaður spyr heimamann hvort nú sé komið hádegi þá svarar hinn: Það er löngu komið hádegi því nú er komið fram undir hæstan dag. Og mun sá skilningur orðsons frá fornaldarmönnum. Viljir þú gjöra þér sólskífu þá settu hana fyrst fast niður, sirklaðu á henni hringa sem á mynd þessari og set þú svo lítinn prjón eða vísi í miðpunktinn; ei má vísirinn boginn vera. Sittu yfir skífunni um hádegisbilið þar sem skugginn er stystur, þar hefur þú norður fundið. Þar dregur þú línu í gegnum miðpunktinn, yfir þvera sólskífuna, og þar beint frá norðri: þar er suður. Mitt á milli norðurs og suðurs til hægri handar vestur þegar þú horfir í norður. Þar eftir getur þú mælt og sirklað í sundur hinar aðgreiningarnar, sem þú sérð hérna fyrir þér.
Jón prestur Daðason, sem var í Arnarbæli, skrifar svo í sinni ból, sem hann kallar Gandreið (kap. 24): Hvar sem sól sést renna þann 21. aprilis þar er landnorður. Hvar sem sól rennur upp 10. mars þar er austur. Hvar sem sól rennur upp 25. jan. þar er landsuður. Hvar sól gengur undir 25. jan. þar er útsuður. Hvar sól rennur niður 10. mars þar er vestur. Hvar sól rennur niður 21. aprilis ar er útnorður. Þetta segir sá fróði maður, síra Jón, sé á sunnanverðu Íslandi hvar engar hæðir hindra. Reiknar hann eftir gamla stíl því hann var búin að gjöra þessa sína bók 1672 1). Hér vestra við Látrabjarg mismunar þessu svo mjög að ef maður tekur nýja stíl fyrir þann gamla þá kemst maður nokkuð nærri sanni, það er ef að menn taka mark á þessu 11 nóttum fyrri en hér er til vísað.
1) Jón prestur lést 1676 en gamlistíll dagsetninga veik eigi fyrr en 1700 fyrir nýjum tímareikningi.
30. A. Þegar ekki sér sól þá veit eg ekki hvað tíma líður.
B. Á Konungsstöðum sér nokkuð til sjávar og getur farið nærri dagsmörkum af sjávarföllum. En þá verður þú að taka grannt eftir fjörumáli og flæðar. Aðfall sjóar eru tvær eyktir frekar, útfall eins langt. Nú eru 8 eyktir í degi og nóttu sem áður er sagt. Eru þá 2 flóð og 2 fjörur í einum sólarhring. Þá er altíð fjara við sjó nær tungl er í suðri eða norðri, hvort sem það er ungt eður gamalt, og líka er þá altíð flóð, næt tungl er í austri eða vestri.
Flóð og fjörur færast eftir tunglgangi og munar það vel heilli eykt á fjórum dögum, sem sjófalli seinkar, svo þegar tungl var einnætt þá var fjara er sól var í suðri. En þegar fernætt er þá er fjara nær sól er í útsuðri. Þetta allt er þó helst að marka til útnesja, hvar ekki er mikið öfugstreymi, sen síður inni á fjarðarbotninum því þar eru öll sjóarföll seinna. Að vita hverninn stendur á tungli og sjóarföllum kann þér oft að gagni koma í búnaðarverkum þínum.
Birt:
31. ágúst 2009
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Atli spyr að dagsmörkum á Konungsstöðum“, Náttúran.is: 31. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/31/atli-spyr-ao-dagsmorkum-konungsstooum/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.