Neyðin um Náttúrugripastofnun orðin neyðarleg
Í viðtali við Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra nú í kvöldfréttum Sjónvarpsins kom fram að henni blöskrar ástandið og mun í framhaldinu vonandi hafa næg áhrif til þess að eitthvað fari að gerast í málinu.
Þó verður að hafa í huga að eftir lestur Fjárlaga 2007, sem voru gerð aðgengileg á netinu í dag, sá greinarhöfundur ekki stafkrók um fjárframlög til að lina vanda Náttúrugripasafnsins. Aftur á móti tók hún eftir að gamla Sláturfélagshúsið, núverandi húsnæði Listaháskóla Íslands í Laugarnesi verður selt á árinu (gefið leyfi fyrir sölunni) sem gæti hugsanlega verið hentugt húsnæði fyrir Náttúrugripasafnið. Ekki það að húsnæðisvandi Listaháskólans verði leystur með því þó brýnn sé, enda ekkert í fjárlögum sem benti til þess að lausn á þeim vanda væri á dagskrá heldur. Kannski verður töfralausnin sú að allt verður keyrt upp á Keflavíkurvöll og látið gott heita.
Myndin er skjámynd af myndefni fréttaumfjöllunar Sjónvarpsins um skömmina í kringum Náttúrugripastofnun, í kvöldfréttum þ. 19.12.2006.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Neyðin um Náttúrugripastofnun orðin neyðarleg“, Náttúran.is: 20. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/natturugripastofnun/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 5. maí 2007