„Vistvernd í verki“ að fara í gang með nýja hópa
Hvað er Vistvernd í verki?
Vistvernd í verki er alþjóðlegt (Global Action Plan/GAP) umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar í heiminum svo vitað sé og hafa kannanir sýnt að það skilar miklum og varanlegum árangri í bættri umhverfismeðvitund og hegðun. Um 470 heimili hafa nú þegar tekið þátt í verkefninu. Sveitarfélögin sem hafa staðið sig best eru Hvítársíða - yfir 50% íbúa tóku þátt, Hveragerði - 8% íbúa hafa tekið þátt og Hafnarfjörður - 4% íbúa hafa tekið þátt í verkefninu.
Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.
Vistvernd í verki er alþjóðlegt (Global Action Plan/GAP) umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar í heiminum svo vitað sé og hafa kannanir sýnt að það skilar miklum og varanlegum árangri í bættri umhverfismeðvitund og hegðun. Um 470 heimili hafa nú þegar tekið þátt í verkefninu. Sveitarfélögin sem hafa staðið sig best eru Hvítársíða - yfir 50% íbúa tóku þátt, Hveragerði - 8% íbúa hafa tekið þátt og Hafnarfjörður - 4% íbúa hafa tekið þátt í verkefninu.
Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.
Birt:
12. október 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Vistvernd í verki“ að fara í gang með nýja hópa“, Náttúran.is: 12. október 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/vistverndiverki_new_hopar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 11. maí 2007