1. kafli - Hvers vegna villigarð
Flestum mönnum er í blóð borin ást á náttúrunni. Þetta er hvað augljósast hjá börnum sem hlaupa fagnandi að bakkanum niður við Tjörn þegar þau fá brauðmola til þess að gefa öndunum. Þegar firðrildi flýgur inn í híbýli fólks opna flestir gluggann til þess að reka það með lagni út í frelsið.
Að komast í snertingu við náttúruna virðist vera nauðsynlegt ef við eigum að komast af í nútíma þjóðfélagi. Sívaxandi vinsældir laxveiða, skotveiða, hestamennsku og gönguferða um fjöll og firnindi bera þessu glöggt vitni. Aðeins nokkurra mínútna dvöl og afslöppun innan um tré og runna gerir það að verkum að jafnvel þreyttast steypuþræll er til í hvað sem er. Þá er það ekki síður töfrandi að þessu deilir maður með fjöldanum öllum af öðrum lífverum. Sumar eru áberandi, aðrar ekki. Fuglarnir í trjákrónunum auglýsa tilveru sína með söng og flögri grein af grein. Þeir eru þó ekki að syngja fyrir okkur. Heldur eru þeir að segja öðum fulgum að vara sig því þetta er þeirra svæði. Eða ein og Sir Davið Attenborough orðaði það svo skemmtilega í myndaflokknum um lífsbaráttu dýranna “Það verður sungið á boðflennur!”
Bþflugurnar og fiðrildin eru minna áberandi og fjöldinn sem býr í grasinu og niðri í jörðinni lætur hvað minnst á sér kræla.
En einmitt þar er fjölbreytnin mest. Veldu þér stað þar sem lítið ber á þér og laufið er þétt og fylgstu vandlega með lífinu í þessu “mini”-frumskógi í fimm mínútur. Þegar augu þín venjast þessari nýju stærð ferðu smám saman að sjá fleiri og fleiri kvikindi, sem öll eru í lífsbaráttu rétt undir nefinu á þér. Ef þið langar til þess að eyða verulega skemmtilegum hálftíma í “safari”, leggðu þá um metralangan bandspotta í gegnum svona “mini”-skóg og fáðu þér stækkunargler. Leggstu svo á fjóra fætur og skoðaðu í rólegheitum slóðina sem spottinn markar. Það er ekki órökrétt að álykta að það umhverfi sem er heilsusamlegt fyrir svona smákvikindi, hlýtur að vera heilsusamlegt fyrir okkur sem stærri erum. Þar af leiðir að umhverfi sem er fjandsamlegt smádýrunum getur varla verið mjög gott fyrir okkur. Þess vegna er það svo óhugnanlegt að uppgötva hversu fjandsamlegt við höfum gert umhverfi okkar síðustu áratugina. Við höfum breytt eðlilegu jafnvægi náttúrunnar með alls konar hættulegum efnum, þurrkað upp mýrar og gert landbúnaðinn að eins konar efnaiðnaði með óhóflegri áburðargjöf af ólífrænum toga. Gamli, góði, lífræni húsdýraáburðurinn dugir ekki lengur. Verksmiðjur spúa misjafnlega óhollum efnum út í andrúmsloftið.
Þetta er nokkuð dökk mynd sem ég hef dregið hér upp, en byrjað er að snúa vörn í sókn. Fólk er að verða meðvitaðra um umhverfi sitt. Alls konar gróðurvernd og uppgræðsla er slagorð nútímans og trjárækt sækir á. Þá hefur lífrænn landbúnaður sótt í sig veðrið og kannski ekki seinna vænna. Það hefur sem sé komið í ljós að við erum verr sett með allt okkar eitur en forfeður okkar voru. Í ný legri rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að fyrir daga skordýraeitursins náðu “meindýr” að eyðileggja og éta um 31 % landbúnaðaruppskerunnar. Svo var byrjað að eitra og nú er hlutfallið komið upp í 37 %.
Sem betur fer erum við betur sett en margar nágrannaþjóðanna að því leyti að hér er nóg landrými sem ekki er nýtt til annars en beitar og augnayndis. Hugsið ykkur hvernig ástandið væri hér ef Ísland væri álíka þéttbýlt og Bretland eða Þýskaland.
Það breytir þó ekki því að í borgum og bæjum finnst dýralíf sem okkur er skylt að búa í haginn fyrir og vernda. Það gæti þó verið fjölbreyttara. Við fyrstu sýn virðist borgin eða bærinn vera steinsteypufrumskógur fremur andsnúinn fjölbreyttu dýralífi. Hávær umferð, mengun og steindautt malbik. Þetta er þó ekki alveg rétt mynd af borginni því ef maður klifrar t.d. upp í Hallgrímskirkjuturn á sumardegi og horfir yfir Reykjavík er borgin meira græn eða svört. Garðar og grasblettir setja sterkan svip á borgina og alltaf fjölgar trjám og runnum sem hækka ár frá ári. Eftir tíu til tuttugu ár verða stór hverfi borgarinnar horfin inn í gróðurbelti sem ættu að geta veitt ýmsum lífverum mat og skjól. Það er nefnilega svo að þrátt fyrir að allt getur það haft ýmsa kosti fyrir sumar dýrategundir að búa í borgum. Sem dæmi má nefna starabb og dúfurnar sem eru nösk á að finna, og notfæra sér, lélega einangrun húsa og verpa þar sem hlýju er að finna. Þá má líka nefna villibýlið sem kemur í flokkum í garða fólks á sumrin og safnar hunangri og frjókorni úr blómstrandi skrautplöntum.
Til að þetta geti gerst þarf einhvers konar “gróðurstíga” sem smádýrin geta fikrað sig eftir því ekki geta öll flogið. Ef landsvæði er friðað myndast þessir gróðurstígar af sjálfu sér. Fyrst kemur birkið og víðirinn. Fræ þessara teguna berst víða með vindi. Birkifræið er lítið og létt og fræ víðisins berst líkt og í bómullarhnoðra, eins og fræ af biðukollu, með blænum. Um leið og þessar plöntur vaxa upp fara þær sjálfar að bera fræ og dreifa sér enn lengra. Dæmi um þetta má víða finna en kannski eru augljósustu dæmin við Egilsstaða- og Akureyrarflugvöll þar sem land hefur verið friðað fyrir beit. Svo koma fuglar og setjast á greinarnar og þeir eru flestir berja- og fræætur. Þeir hafa etið rifsber, sólber, stikilsber og reyniber svo að eitthvað sé nefnt. Og við það að fara í gegnum meltingarvegin hjá fuglunum, þar sem fræin ery afhþdd aldinkjötinu og böðuð meltingarsýrum, verða þau tilbúin fyrir tafarlausa spírun þegar rétt skilyrði eru fyrir hendi. Enda er þeim skilað til móður jarðar með lífrænum áburðarskammti. Dæmi um þetta í Reykjavík voru gömlu saltfiskreitirnir fyrir norðan Háteigskirkju. Þar var sprottið upp sjálfsáið birki, reynir og víðir og á einum stað var rifshrísla að teygja sig upp úr jörðinni.
Það var mikill skaði þegar þetta lífríki var sett undir þtutönnina og því breytt í bílastæði.
Þar sem fura og lerki er farið að bera ávöxt má sjá trjáþyrpingar þar sem mþs hafa borið fræ í forðabúr. Fræið hefur svo spírað og vaxið upp áður en mþsnar hafa náð að eta það. Dæmi um þetta má finna í Hallormsstaðarskógi. Reyndar eru dæmi um þetta miklu algengari erlendis þar sem loftslag er hagstæðara.
Allur sá gróður sem fyrirfinnst í borgum, sem er alls ekki svo lítill, mynadar geysilega stórt svæði þar sem ótölulegur fjöldi dýra af öllum stigum getur þrifist. Þessi gróður er þó misjafnlega hentugur fyrir smádýrin. Almenningsgarðar sem eru slegnir meira og minna allt sumarið, eru ekki eins hagstæðir og þar sem gróðurinn fær að vera nokkuð villtur og náttúrulegur. En þessir garðar bjóða þó upp á gífurlega möguleika fyrir villt dýr.
Tökum sem dæmi garð eins og Miklatúnið í Reykjavík. Þarna eru tré og runnar af ýmsum tegundum og endalausar grasflatir. Það þarf ekki miklar breytingar til að gjörbylta þessum stað til hins betra.
Smábreyting á slætti breytir æði miklu.
Það væri til dæmis hægt að skilja eftir svæði kringum trén sem ekki væru slegin fyrr en í ágúst eða september. Ég á von á því að það yrðu ýmsir undrandri á þeim gróðri sem sprytti upp úr grasflötinni ef hætt væri að slá hana svo reglulega. Í grassverðinum eru ýmsar plöntur sem aldrei ná að blómstra vegna þess að þær eru alltaf slegnar niðri við jörð. Í þessi svæði væri einnig hægt að setja niður haustlauka sem kæmu upp snemma á vorin ár eftir ár. Þá væri hægt að dreifa fræjum af ýmsum tegundum í skikana til þess að auka enn á fjölbreytnina.
Svona svæði eru nokkuð algeng í görðum í London og er reyndar fátt sem gleður augað jafnmikið og þau. Ef bara 10 % af snöggslegnum grasflötum væri leyft að vaxa og blómstra, hefði það geysileg áhrif á dýralífið á svæðinu. Þetta er hægt að gera við alla almenningsgarða, skólalóðir, spítalalóðir, umferðareyjar o.s.frv..
Stærsti hluti grænu svæðanna eru þó einkagarðar. Garðurinn minn og garðurinn þinn eru kannski ekki stórir, en þegar allir garðarnir eru komnir saman í eina heild kemur upp annar flötur á málinu. Ef þú skipuleggur garðinn þinn í samræmi við hefðir tuttugustu aldarinnar, plantarðu framandi runnum, trjám og blómum og setur þar með náttúrulegt dýralíf í nákvæmlega sömu fjandsamlegu pressuna og nútíma landbúnaðar. Taktu upp skynsamlegri aðferðir. Athugaðu hversu margar tegundir, plöntur og dýr þú getur fengið til að lifa í garðinum þínum í stað þess að finna fleiri og fleiri tegundir til að drepa. Jafnvel minnstu borgargarðar geta veitt fjölda tegunda skjól. Talaði við nágranna þína. Fáðu þá til þess að nota minna af skordýraeitri, setja niður runna, búa til tjarnir og hætta að henda haustlaufinu. Á stuttum tíma verður vart sig í fjölskrúðugra fuglalíf, fleiri fiðrildi og garðurinn mun breytast í útliti. Hann lyktar og hljómar öðruvísi, Þú eignast garð, fullan af lífi sem verður þér til ánægju og yndisauka. Og það sem meira er, streð og vinna minnkar þar sem náttúran sjálf sér um garðvinnuna að mestu leyti. Þeir sem hafa gengið í skógi og virt fyrir sér botngróðurinn geta gert sér í hugarlund hvað það er sem ég á við.
Undraefnið molta:
Fátt er það sem hjálpar jarðveginum eins mikið til að viðhalda réttu sýrustigi og moltan. Hún virðist hafa þann eiginleika að geta jafnað út og leiðrétt of hátt eða of lágt sýrustig. Þessvegna er mjög nauðsynlegt að auka lífrænt innihald jarðvegsins og þar með gerlagróður með moltu. Það hefur einnig sýnt sig að ýmis eiturefni sem geta verið hættuleg bindast moltunni og eyðast.
Birt:
Tilvitnun:
Þorsteinn Úlfar Björnsson „1. kafli - Hvers vegna villigarð “, Náttúran.is: 10. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/10/1-kafli-hvers-vegna-villigar/ [Skoðað:4. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. mars 2014