Hafnarstræti breytt í göngugötu
Hafnarstræti hefur nú verið verið lokað fyrir bílaumferð við Pósthússtræti til að gefa gangandi, hjólandi og verslunum betra rými. Þeir sem reka verslanir í götunni ætla að nýta sér hana með ýmsu móti í september til dæmis með sölutjöldum.
Hugmyndin að þessari breytingu er komin frá verslunar- og þjónustuaðilum við götuna og hafa þeir nú leyfi til þess að skapa skemmtilega útistemmningu í götunni. Bílastæði verða ekki heimil í götunni í september. Innkeyrsla fyrir bifreiðar sem þjóna fyrirtækjum í götunni er heimiluð frá Tryggvagötu.
Grafík: Kort af nýju göngugötunni Hafnarstræti.
Birt:
30. ágúst 2010
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Hafnarstræti breytt í göngugötu“, Náttúran.is: 30. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/29/hafnarstraeti-breytt-i-gongugotu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. ágúst 2010
breytt: 13. september 2010