Sá fjöldi blaðaljósmynda og sjónvarpsfrétta sem birtast af forsvarsmönnum ríksistjórnarinnar í ýmsum grænum hlutverkum nú rétt fyrir kosningar s.s. við stofnun loftslagstengdra verkefna, verðlaunaafhendingar, opnun umhverfisvænna vefsvæða, gangsetningu háskólaverkefna á sviði orkurannsókna eða annarra „grænna verkefna“, ætti að gefa til kynna einbeittan vilja ríkisstjórnarinnar tll að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Má það því teljast undarlegt að ríkisstjórn Ísland ákveði að taka ekki þátt í einum stærsta lofslagstengda menningarviðburði síðari ára Live Earth.

Þann 08.01.2007 barst Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands bréf þar sem honum og Íslandi var formlega boðið að vera ein þeirra þjóða sem taka þátt í Live Earth tónleikaröðinni sem haldin verður þ. 07. júlí í sumar.
Hinar borgirnar sem boðið var voru Rio, New York, London, Shangai, Sidney og Höfðaborg.

Live Earth tónleikaröðin mun standa í 24 klst. og sent verður út frá tónleikunum til um 2 milljarða sjónvarpsáhorfanda um allan heim. Fyrirhugað var að tónleikar myndu fara fram á Miklatúni eins og Sigurrósartónleikarnir síðasta sumar.
Stór númer í tónlistarheiminum voru væntanleg auk þess sem viðburðurinn hefði getað verið frábært tækifæri fyrir íslenskt tónlistarfólk til að koma sér á framfæri við umheiminn.

Forsætisráðherra Íslands hafnaði boði um þátttöku Íslands í tónleikaröðinni. Nú er leitað leiða til að fjármagna tónleikana á annan hátt og ekki fyrirséð hvort að það takist í tíma.

Skoða LiveEarth.net.

New York - London - Wembley - (Reykjavík Miklatún) - Sidney -

AFI - AKON - ALICIA KEYS - BON JOVI - DAVE MATTHEWS BAND - FALL OUT BOY - JOHN MAYER - KANYE WEST - KELLY CLARKSON - KT TUNSTALL - LUDACRIS - MELISSA ETHERIDGE - RIHANNA - ROGER WATERS - SHERYL CROW - SMASHING PUMPKINS - THE POLICE

Stjörnur sem boðað hafa þátttöku sína á Wembley Stadium tónleikunum:

BEASTIE BOYS - BLACK EYED PEAS - BLOC PARTY - CORINNE BAILEY RAE - DAMIEN RICE - DAVID GRAY - DURAN DURAN - FOO FIGHTERS - GENESIS - JAMES BLUNT - JOHN LEGEND - KEANE - MADONNA - PAOLO NUTINI - RAZORLIGHT - RED HOT CHILI PEPPERS - SNOW PATROL
Birt:
6. maí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Geir hafnar Live Earth fyrir hönd íslensku þjóðarinnar“, Náttúran.is: 6. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/06/geir-hafnar-live-earth-fyrir-hnd-slensku-jarinnar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: