Helguvíkurjafnan
Álver, ríkisstyrkir og samkomulag stjórnvalda við Eftirlitsstofnun EFTA
12.1.2009 17:38 Árni Finnsson
Samfylkingin – iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson – hefur samið við Sjálfstæðisflokkinn að Samfylkingin fengi að virkja Þjórsá (Urriðafoss) fyrir litlu hátæknistóriðjuna hans Össurar gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi grænt ljós (ríkisstuðning) á álver í Helguvík.
Flokkarnir skiptu með sér fengnum eftir kosningar 2007.
Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, segir ríkisstyrkinn til Norðuráls hlutfallslega minni en þann sem Alcoa Fjarðaál fékk. Samkvæmt svari þáverandi iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, fékk Alcoa 34,3 millj. Bandaríkjadala, eða „... um 3% af áætluðum stofnkostnaði álversins ...”
Skþringuna á lægri ríkisstyrk til Norðuráls má lesa í svari iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar, þingmanns VG.
Þar sagði Valgerður: Eftirlitsstofnun EFTA „… hefur að tillögu íslenskra stjórnvalda gefið út svokallað byggðakort yfir landsvæði þar sem heimilt er að fjármagna verkefni með opinberum styrkjum og veita sérkjör. Samkvæmt kortinu er landinu skipt í tvö svæði, annars vegar höfuðborgarsvæðið ásamt norðanverðum Reykjanesskaga til og með Sandgerðisbæ og hins vegar önnur landsvæði. Óheimilt að veita aðstoð úr opinberum sjóðum á fyrrnefnda svæðinu en heimilt að vissu marki á öðrum landsvæðum. Þar býr um þriðjungur þjóðarinnar.” (leturbreyting er mín).
Helguvík er á höfuðborgarsvæðinu.
Eðlilega verður því ríkisstyrkur til álvers Norðuráls í Helguvík – það sem Össur Skarphéðinsson kallar fjárfestingarsamning – nokkru lægri en sá sem Alcoa þáði úr hendi skattgreiðenda. Slíkur „fjárfestingarsamningur” kemst síður í gegnum nálarauga Eftirlitsstofnunar EFTA en styrkur til Norðuráls á Grundartanga eða Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Ætli hinir fimm erlendu bankar sem kröfðust aðkomu ríkisins að byggingu Helguvíkurálvers hafi frétt að ekki sé fyrir hendi næg orka fyrir 360 þúsund tonna álver þar? Að enn skortir 200 MW.
Hvaða tryggingu hafa bankarnir fyrir því að síðasti 90 þúsund tonna áfangi álversins - ásamt 200 MW virkjunum - verði byggður? Hefur Össur Skarphéðinsson samið við bankana?
Sú skýring Norðuráls að ekki fáist lán til framkvæmda nema að byggingu álversins verði skipt í fjóra 90 þúsund tonna áfanga, 110 þúsund tonnum meira en það álver sem kynnt var í umhverfismati, vekur spurningar um hvort Norðurál (eða ríkisstjórn Íslands) veiti tryggingar fyrir orkuöflun. Eða, hvaða tryggingu hafa bankarnir fyrir því að síðasti 90 þúsund tonna áfangi álversins - ásamt 200 MW virkjunum - verði byggður? Hefur Össur Skarphéðinsson samið við bankana?
Iðnaðarráðherra hlýtur að kynna „fjárfestingarsamninginn” fyrir Alþingi innan tíðar. Því eitt skal Össuri sagt til hróss: Hann er heiðarlegri en Valgerður Sverrisdóttur sem ekki upplýsti landsmenn um milljarðastyrk til Alcoa fyrr en þingmaður leitaði eftir upplýsingum. Rúmum þremur árum eftir að hún undirritaði samninginn við Alcoa.
12.1.2009 17:38 Árni Finnsson
Samfylkingin – iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson – hefur samið við Sjálfstæðisflokkinn að Samfylkingin fengi að virkja Þjórsá (Urriðafoss) fyrir litlu hátæknistóriðjuna hans Össurar gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi grænt ljós (ríkisstuðning) á álver í Helguvík.
Flokkarnir skiptu með sér fengnum eftir kosningar 2007.
Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, segir ríkisstyrkinn til Norðuráls hlutfallslega minni en þann sem Alcoa Fjarðaál fékk. Samkvæmt svari þáverandi iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, fékk Alcoa 34,3 millj. Bandaríkjadala, eða „... um 3% af áætluðum stofnkostnaði álversins ...”
Skþringuna á lægri ríkisstyrk til Norðuráls má lesa í svari iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar, þingmanns VG.
Þar sagði Valgerður: Eftirlitsstofnun EFTA „… hefur að tillögu íslenskra stjórnvalda gefið út svokallað byggðakort yfir landsvæði þar sem heimilt er að fjármagna verkefni með opinberum styrkjum og veita sérkjör. Samkvæmt kortinu er landinu skipt í tvö svæði, annars vegar höfuðborgarsvæðið ásamt norðanverðum Reykjanesskaga til og með Sandgerðisbæ og hins vegar önnur landsvæði. Óheimilt að veita aðstoð úr opinberum sjóðum á fyrrnefnda svæðinu en heimilt að vissu marki á öðrum landsvæðum. Þar býr um þriðjungur þjóðarinnar.” (leturbreyting er mín).
Helguvík er á höfuðborgarsvæðinu.
Eðlilega verður því ríkisstyrkur til álvers Norðuráls í Helguvík – það sem Össur Skarphéðinsson kallar fjárfestingarsamning – nokkru lægri en sá sem Alcoa þáði úr hendi skattgreiðenda. Slíkur „fjárfestingarsamningur” kemst síður í gegnum nálarauga Eftirlitsstofnunar EFTA en styrkur til Norðuráls á Grundartanga eða Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Ætli hinir fimm erlendu bankar sem kröfðust aðkomu ríkisins að byggingu Helguvíkurálvers hafi frétt að ekki sé fyrir hendi næg orka fyrir 360 þúsund tonna álver þar? Að enn skortir 200 MW.
Hvaða tryggingu hafa bankarnir fyrir því að síðasti 90 þúsund tonna áfangi álversins - ásamt 200 MW virkjunum - verði byggður? Hefur Össur Skarphéðinsson samið við bankana?
Sú skýring Norðuráls að ekki fáist lán til framkvæmda nema að byggingu álversins verði skipt í fjóra 90 þúsund tonna áfanga, 110 þúsund tonnum meira en það álver sem kynnt var í umhverfismati, vekur spurningar um hvort Norðurál (eða ríkisstjórn Íslands) veiti tryggingar fyrir orkuöflun. Eða, hvaða tryggingu hafa bankarnir fyrir því að síðasti 90 þúsund tonna áfangi álversins - ásamt 200 MW virkjunum - verði byggður? Hefur Össur Skarphéðinsson samið við bankana?
Iðnaðarráðherra hlýtur að kynna „fjárfestingarsamninginn” fyrir Alþingi innan tíðar. Því eitt skal Össuri sagt til hróss: Hann er heiðarlegri en Valgerður Sverrisdóttur sem ekki upplýsti landsmenn um milljarðastyrk til Alcoa fyrr en þingmaður leitaði eftir upplýsingum. Rúmum þremur árum eftir að hún undirritaði samninginn við Alcoa.
Birt:
13. janúar 2009
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Helguvíkurjafnan“, Náttúran.is: 13. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/13/helguvikurjafnan/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. janúar 2009