Veistu hvaðan maturinn þinn kemur?
Velt verður upp ýmsum spurningum á borð við hvers vegna grænmeti sé hollt, hvort þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á Íslandi, hvers vegna fólk vill ekki stressaðan eldisfisk og hvort fólk viti yfir höfuð hvaðan maturinn þeirra kemur.
Á ráðstefnunni verður ennfremur hægt að kynnast matarhönnun, sem er vaxandi þáttur í vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Gestir eiga þess kost að bragða á blóðbergsdrykkjum og gæða sér á súkkulaðifjöllum.
Þá munu ráðstefnugestir einnig kynnt sér framandi fiskeldistegundir sem verða sífellt vinsælli erlendis. Má þar t.d. nefna tilapia og barramunda. Gestum gefst tækifæri á því að smakka á tilapiu, sem er að verða einn vinsælasti fiskur sem neytt er víða um heim.
Dagskrá:Dagskrá ráðstefnunnar:
13:00 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna.
13:15 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, um Matís, hlutverk fyrirtækisins og framtíðarsýn.
I MATARMENNING
13:25 Þór V. Jónatansson, Maritech, og Sveinn Margeirsson, Matís: Veistu hvaðan maturinn þinn kemur?
13:40 Emilía Martinsdóttir, Matís. Hvers vegna vill fólk ekki stressaðan eldisfisk? Aukin vitund um fiskeldi hefur áhrif á neytendur.
13:55 Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur á Vox á Nordica Hótel. Nýr norrænn matur. Möguleikar til verðmætasköpunar sem felast í matvælaframleiðslu og matarmenningu á viðkomandi stað.
14:10 Sigríður Sigurjónsdóttir, Listaháskóla Íslands: Matarhönnun: Stefnumót við bændur.
14:25 Ólafur Reykdal, Matís. Af hverju að borða íslenskt grænmeti? Samanburður á efnainnihaldi innlends og innflutts grænmetis.
14:40 HLÉ KYNNING Í BÁSUM
II Á FISKELDI MÖGULEIKA Á ÍSLANDI?
15:10 Þorleifur Ágústsson, Matís. Rannsóknir í þorskeldi: Lykill að verðmætasköpun.
15:25 Björn Þrándur Björnsson og Ragnar Jóhannsson, Matís. Eiga tilapia og barramundi heima hér? Nýjar tegundir í fiskeldi.
III HVAR LIGGJA TÆKIFÆRIN Í LÍF- OG ERFÐATÆKNI Í MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
15:40 Ragnar Jóhannsson, Matís. Matur framtíðarinnar fyrir hugsandi fólk.
15:55 Sigríður Hjörleifsdóttir, Matís. Erfðarannsóknir frá miðum til maga.
16:05 Sigmundur Guðbjarnarson, Saga Medica. Hvers vegna er grænmeti hollt? Tækifæri í lífvirkum efnum jurta.
16:25 Samantekt og ráðstefnuslit.
Fundarstjóri er Stefán Pálsson.
16:35 Móttaka og kynning í básum.
BÁS I:
Matarhönnun, vöruþróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu frá Vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Blóðbergsdrykkir og súkkulaðifjöll.
BÁS II:
Líf- og erfðatækni í matvælaframleiðslu. Foreldragreiningar.
BÁS III:
Möguleikar í fiskeldi. Tilapia og barramunda. Gestir fá tækifæri á því að skoða og smakka á framandi eldistegundum.
BÁS IV:
Rannsóknir Matís: Hvannalömb, fiskneysla Íslendinga, harðfiskur sem heilsufæði, vöktun á lífríki sjávar.
Frétt af vef Matís .
Myndin er samklippa ljósmynda Guðrúnar Tryggvadóttur.
Birt:
Tilvitnun:
Matís „Veistu hvaðan maturinn þinn kemur?“, Náttúran.is: 8. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/08/matur-og-framt-mats/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.