Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar munu friðlýsa fimm svæði innan marka Hafnarfjarðar kl. 13:00 á morgun, föstudaginn 3. apríl. Athöfn fer fram við Hleina, skammt frá Hrafnistu í Hafnarfirði. Aldrei hafa svo mörg svæði verið friðlýst í sama sveitarfélaginu í einum vettvangi.

Þrír fólkvangar og tvö náttúruvætti verða friðlýst til útivistar og verndunar á lífríki og hraunmyndunum. Fólkvangar verða stofnaðir við Hvaleyrarlón, Hleina og í Stekkjahrauni. Litluborgir og hluti af Kaldárhrauni verða friðlýst sem náttúruvætti.

Áður hefur Hamarinn í Hafnarfirði verið friðaður sem Náttúruvætti. Sjá öll Náttúruvætti sem friðuð hafa verið hingað til hér á græna Íslandskortinu. Ársfjall í Hafnarfirði hefur verið friðað sem Fólkvangur. Sjá alla Fólkvanga sem friðaðir hafa verið á landinu til þessa hér á græna Íslandskortinu.

Birt:
2. apríl 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Fimm svæði friðlýst í Hafnarfirði“, Náttúran.is: 2. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/02/fimm-svaeoi-friolyst-i-hafnarfiroi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: