Vorsnjór
Haglél buldi á gluggum og vakti okkur af værum blundi hér á Suðurlandi í nótt og fram eftir degi ágerðist skþjafarið þvílikt. Hægt var að fylgjast með þungum skþjunum losa úr sér hagli, rigningu og snjó á vixl, hér og þar á Suðurlandi. Skþin voru svo falleg, sum skjannahvít og önnur grá og þung og gríðarlegir skþjabólstrar æddu upp í himinhvolfið. Sólin skein á milli skþja og bjarminn af henni var ótrúlega skær. Á svona dögum reyni ég ekki að munda myndavélina sem að þó er alltaf í seilingarfjarlægð. Það er ekki hægt að eyðileggja þessa upplfun með því að ná bút af fegurðinni.
Í staðinn kemur þessi myndskreyting sem kannski lýsir tilfinningunni.
Lítill fugl hvíslaði að mér að komið væri nafn á stjórnina sem nú er í fæðingu „Hretstjórnin“ skyldi hún heita.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vorsnjór“, Náttúran.is: 21. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/21/vorsnjr/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. maí 2007