Vantar þig hressan hóp af sjálfboðaliðum nú í sumar?

Veraldarvinir - Worldwide Friends eru félagasamtök sem vinna að umhverfis- og menningartengdum verkefnum og hafa unnið náið með fjölda íslenskra sveitarfélaga og einnig með frjálsum félagasamtökum t.a.m á sviði skógræktar.

Á síðustu tveimur árum hafa samtökin meðal annars staðið fyrir skipulagðri hreinsun strandlengju Íslands og munu halda þessu verkefni áfram fram til ársins 2012. Veraldarvinir hreinsa allt sem hægt er að taka með höndum og kortleggja síðan með GPS tækjum þau stykki sem ekki er hægt að fjarlægja nema með stórvirkum vinnuvélum. Hugmyndin er síðan að fjarlægja þau stykki síðar meir.

Veraldarvinnir hafa notið styrkja frá sveitarfélögum, áætlunum Evrópusambandsins auk þess sem umhverfisráðuneytið hefur lítillega stutt við samtökin. Nú fyrir stuttu síðan fengu Veraldarvinir umhverfisverðlaun LÍÚ og er það okkur mikil hvatning til þess að halda áfram okkar verkefnum. Sjá frétt.
Þá hafa Veraldarvinir komið nálægt bæjarhátiðum og öðrum hátíðum um land allt nú á síðustu árum og má þar meðal annars nefna:

Víkingahátíð í Hafnarfirði, Blómstrandi dagar í Hveragerði, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Síldarævintþri á Siglufirði, Danskir dagar í Stykkishólmi, Á góðri stund í Grundarfirði, Hafstraumar á Patreksfirði, Franskir dagar á Fáskrúðsfirði, Menningarnótt í Reykjavík, Mþrarbolti á Ísafirði, Bindindismótið í Galtalæk, Ljósanótt í Reykjanesbæ, Eldur í Húnaþingi, Iceland airwaves í Reykjavík, Betri dagar á Þórshöfn, Fjölskyldudagar í Vogum, Þjóðlagahátíð á Siglufirði
 
Sumarið 2008 tóku Veraldarvinir á móti tæplega 700 erlendum sjálfboðaliðum sem mynduðu 69 hópa sem unnu að ýmsum verkefnum vítt og breytt um landið. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.veraldarvinir.is

Gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem taka á móti hóp:

  • Fjöldi sjálfboðaliða er yfirleitt 8 – 15 manns og fylgja hópnum einn eða tveir hópstjórar. Þau vinna 6 til 8 tíma á dag fimm daga vikunnar.
  • Lengd verkefna er ein til tvær vikur.
  • Samsetning hópsins er yfirleitt þannig að ekki eru fleiri en þrír af sama þjóðerni, þau eru öll eldri en 18 ára og af báðum kynjum.
  • Verkefni hópsins geta verið tengd umhverfi eða menningu og erum við mjög opin fyrir því.

Það sem sný r að sveitarfélaginu er eftirfarandi:

  1. Útvega húsnæði sem er í flestum tilvikum félagsheimili eða annað þess konar húsnæði, sofið er á dýnum.
  2. Kostnaður vegna fæðis er kr. 1.000 per sjálfboðaliða per dag – þau kaupa sjálf inn og elda matinn. Hugsanlegt er að þessu kostnaður sé jafnvel mun minni þar sem við getum í einhverjum tilvikum útvegað styrki til niðurgreiðslu.
  3. Ein skoðunarferð um nágrenni bæjarfélagsins eða bátsferð

Ef þú hefur þörf fyrir vinnuglaða Veraldarvini í sumar þá hafið samband við Þórarinn Ívarsson í síma: 552 5214. Sjá vef samtaka Veraldarvina.

Sjá sjálfboðaliðasamtök á Íslandi hér á græna kortinu.
Birt:
27. febrúar 2009
Uppruni:
Veraldarvinir
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Veraldarvinir bjóða fram krafta sína “, Náttúran.is: 27. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/27/veraldarvinir-bjooa-fram-krafta-sina/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: