Upplýsingafundur um lofslagsmál
Umhverfisráðuneytið efndi til upplýsingafunda um loftslagsmál fyrir alþingismenn og frétta- og blaðamenn í dag. Efnt var til fundanna vegna þess hversu mikið er um að vera á þessu sviði um þessar mundir. Í næstu viku hefst loftslagsráðstefna í Balí þar sem samningar hefjast um hvað taki við þegar Kyoto-bókunin rennur út og fyrr í þessum mánuði gaf Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar út fjórðu yfirlitsskýrslu sína. Upplýsingafundirnir voru skipulagðir í samvinnu við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands.
Hér má nálgast glærur sem fylgdu erindum sem flutt voru á fundunum:
Hér má nálgast glærur sem fylgdu erindum sem flutt voru á fundunum:
- Loftslagsbreytingar: orsök og afleiðingar - hvað segja vísindin? Halldór Björnsson, formaður vísindanefndar stjórnvalda um loftslagsbreytingar.
- Viðbrögð við loftslagsbreytingum: Hvað er hægt að gera og hvað kostar það? Brynhildur Davíðsdóttir, formaður nefndar á vegum íslenskra stjórnvalda um viðbrögð við loftslagsbreytingum.
- Hvað gerist í Balí? Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.
- Markmið Náttúruverndarsamtaka Íslands í komandi samningaviðræðum. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
- Afstaða atvinnulífsins til komandi samningaviðræðna. Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins.
- Hér má nálgast frétt um útgáfu 4. yfirlitsskýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og útdrætti úr henni.
Frá fundinum í umhverfisráðuneytinu með fréttamönnum í morgun. Frétt og mynd af vef umhverfisráðuneytisins.
Birt:
28. nóvember 2007
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Upplýsingafundur um lofslagsmál“, Náttúran.is: 28. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/28/upplysingafundur-um-lofslagsmal/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.