Tvímánuður
Tvímánuður er sá tími, er sól rásar um meyjarmerki, og er öll hin sama iðn sem hinn næsta umliðinn mánuð. Nú eru álftir fjöðursárar og er því þeirra veiðitími. Allur árgróði lætur nú af að vaxa og eins tré í skógum. Aðalbláberjalyng má nú brúka í barkar stað á skinn og leður. Eftir Mikaelsmessu mjólkast ásauður aðeins einu sinni á dag. Um það leyti er sláturtími geldneyta og hrúta ef ei skulu megrast aftur.
Samantekt um tímabilið 20. ágúst - 20. september. Úr ritinu „Atla“ eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksal.
Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
28. ágúst 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Tvímánuður“, Náttúran.is: 28. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/21/20-gst-20-september/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013