Getur milljarður manna haft áhrif?
Á laugardaginn fylgdust yfir milljarður manna með Live Earth - gegn lofslagsbreytingum tónleikunum sem haldnir voru í hverri heimsálfu. En til að bjarga heiminum þarf að koma meira til en 7 tónleikar þó vel sé út-, net- og sjónvarpað um allan heim. Það erum við, milljónir á milljónir ofan sem að geta knúið fram breytingar með því að vera virk í umhverfismálabaráttunni og með því að vera meðvituð um hvaða áhrif við höfum með neyslu okkar. Það er undir fólkinu komið hvernig fer en ríkisstjórnirnar taka ákavarðanir sem að fólkið vill sjá: Því er svo mikilvægt að allir séu virkir og geri það sem þeir geta til að snúa þróuninni við.
Undirskriftarlisti Avaaz-samtakanna hefur þegar haft mikil áhrif, í síðustu viku undirituðu milljón manns listann og nú þarf bara að fá undirskriftir allra milljónanna sem eftir eru.
http://www.avaaz.org/en/global_climate_movement/a.php
Myndin er eftir nemanda í Grænfánaskólanum Norðlingaholtsskóla. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Getur milljarður manna haft áhrif?“, Náttúran.is: 9. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/09/getur-milljarur-manna-haft-hrif/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júlí 2007