Umhverfisstofnun heldur ársfund, föstudaginn 30. mars kl. 13 á Grand hótel. Allir velkomnir. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á umhverfisstofnun.is.

Yfirskrift fundarins er Ástand umhverfisins. Allir vilja búa í heilnæmu og ómenguðu umhverfi og því eru upplýsingar um ástand umhverfisins mikilvægar. Upplýsingar úr vöktun og rannsóknum eru gríðarlega mikilvægar fyrir markvissa stjórnsýslu og forsenda upplýstrar ákvarðanatöku. Stefnumótun og ákvarðanir um umhverfismál verða að byggja á marktækum gögnum, ekki úreltum eða ófullnægjandi.

Aðalfyrirlesari er Maarten Hajer, forstjóri hollensku umhverfisstofnunarinnar og mun hann fjalla um umhverfisupplýsingar og sjálfbæra framtíð:

„Við vitum að til þess að viðhalda hagvexti og heilnæmu umhverfi, þurfum við að draga fimmfalt úr auðlindanýtingu og álagi á umhverfið. Áskorunin er að gera meira úr minna og það eru ekki til neinar töfralausnir. Við þurfum á grænni nýsköpun að halda.”

Marten Hajer er prófessor í Opinberri stefnumótun við Háskólann í Amsterdam frá 1998. Hann var skipaður forstjóri hollensku umhverfisstofnunarinnar árið 2008 og hefur gefið út fjölmargar bækur. Eitt hans þekktasta verk er „The Politics of Environmental Discourse” frá árinu 1995.

Einnig er á dagskrá ávarp ráðherra, pistill forstjóra og Skúli Helgason, þingmaður mun fjalla um framtíð græna hagkerfisins. Loks verða flutt 12 stutt erindi um starfsemi stofnunarinnar á síðasta ári:Díoxín og sorpbrennslur

  • Framkvæmdir á friðlýstum svæðum
  • Stjórn vatnamála
  • Viðskiptakerfi með losunarheimildir
  • Friðlýsingar
  • Gæðakerfi
  • Svanurinn í grænu hagkerfi
  • Loftgæði um áramót
  • Evrópugerðir um plöntuvarnarefni
  • Gagnsæi og miðlun upplýsinga
  • Hreindýrstarfar með vír á hornum
  • Beiting þvingunarúrræða og eftirfylgni eftirlits

  • Fundarstjóri er Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Birt:
    29. mars 2012
    Höfundur:
    Umhverfisstofnun
    Uppruni:
    Umhverfisstofnun
    Tilvitnun:
    Umhverfisstofnun „Ástand umhverfisins - ársfundur Umhverfisstofnunar“, Náttúran.is: 29. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/29// [Skoðað:22. desember 2024]
    Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

    Skilaboð: