Hvalveiðar hófust við Ísland í nótt. Hvalur 9 er eina skipið sem uppfyllir kröfur sem settar eru um hvalveiðiskip. Skiptar skoðanir eru um réttmæti og skynsemi veiðanna. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sendi frá sér eftirfarandi í dag:
-
Alþjóðlegir fjölmiðlar fjalla töluvert um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni (commercial whaling).
-
Sjá að neðan grein ritstjóra umhverfissíðu The Independent, Mbl.is, BBC og Skessuhorn sem bendir á að engin vinnsla muni fara fram í hvalstöðinni í Hvalfirði þar eð stöðin stenst ekki nútíma heilbrigðiskröfur.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kallar ákvörðun sjávarútvegsráðherra vanhugsaða og segir að, Þeir menn sem taka svona vanhugsaðar ákvörðun eru ekki með heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga. Þeir eru þvert á móti að þjóna þröngum sérhagsmunum, sem eru svo þröngir að það er ekki nokkur ástæða fyrir stjórnmálamenn að hlaupa eftir þeim.

The Independent
18 October 2006 10:20 Home > News > Environment
Iceland defies world ban with return to whaling
By Michael McCarthy, Environment Editor
Published: 18 October 2006

BBC - "We are surprised and disappointed," said Arni Finnsson from the Iceland Nature Conservation Association (Inca).
"There is no market for this meat in Iceland, there is no possibility to export it to Japan; the government appears to have listened to fishermen who are blaming whales for eating all the fish.
"This decision is giving the finger to the international community."


Sjá einnig frásögn Morgunblaðsins af umfjöllun erlendara fjölmiðla - ,,Íslendingar hafa engan markað fyrir hvalkjöt"

Yfirdýralæknir segir hval ekki verða unninn á næstunni segir Skessuhorn

Myndin er úr bókinni „Furðudýr í íslenskum þjóðsögum“.
Myndhöfundur: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
18. október 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvalur 9 hefur hvalveiðar í atvinnuskyni“, Náttúran.is: 18. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/hvalur9/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007

Skilaboð: