Loftslagsbreytingar skoðaðar frá teikniborðinu
Sýningin Facing the Climate sem opnar í Norræna húsinu á morgun tekst á við loftlagsbreytingarnar frá skoplegu sjónarhorni.
Hópur 25 sænskra skopmyndateiknara komu með húmoríska en jafnframt ógnvekjandi sýn á loftlagsbreytingarnar í tilefni af loftlagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember 2009. The Swedish Institute á frumkvæði að sýningunni og er henni ætlað að vekja athygli á sjálfbærri þróun.
Skopmyndateiknararnir sem taka þátt í sýningunni eru: Magnus Bard, Riber Hansson, Helena Lindholm, Love Antell and Karin Sunvisson. Myndir þeirra, sem oft eru umdeildar, birtast reglulega í sænskum og alþjóðlegum dagblöðum og tímaritum.
Teikning: Riber Hansson.
Birt:
10. september 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Loftslagsbreytingar skoðaðar frá teikniborðinu“, Náttúran.is: 10. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/10/loftslagsbreytingar-skodadar-fra-teiknibordinu/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010