„Ljós í myrkri“ í Hallgrímskirkju á vetrarsólstöðum
„Náttúruunnendur“ standa fyrir dagskrá í Hallgrímskirkju á miðvikudagskvöldið 21.12.2005, kl. 20:00 undir yfirskriftinni „Ljós í myrkri“ - tónlist og hugvekjur við vetrarsólstöður til stuðnings íslenskri náttúru.
Kynnir er Arnar Jónsson.
Tónlist flytja: Amina, Ólöf Arnalds, Guðrún Ásmundsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Sesselja Óskarsdóttir, Elísabet Waage, Herdís Anna Jónsdóttir, Steef van Oosterhout, Hörður Áskelsson, Kolbeinn Bjarnason, Kristnn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson.
Hugvekjur flytja: Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingu, Ólafur Páll Jónsson heimsspekingur, Katrín Fjeldsted læknir, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og sr. Sigurður Pálsson.
Aðgangseyrir er enginn en frjáls framlög eru vel þegin við innganginn.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Ljós í myrkri“ í Hallgrímskirkju á vetrarsólstöðum“, Náttúran.is: 19. desember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/vetrarsolstodur_hallgrimskirkju/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 11. maí 2007