Velferð til framtíðar, stefnumótun Íslands um sjálfbæra þróun hefur nú verið uppfærð fyrir tímabilið 2010-2013 og hefur skýrslan verið gefin út á netinu. Stefnumörkun um sjálfbæra þróun var fyrst gefin út árið 2002 og hefur hún verið endurskoðuð á fjögurra ára fresti í tengslum við umhverfisþing, nú síðast á sjötta umhverfisþingi haustið 2009. Metþátttaka var á þinginu og endurspeglar hún vaxandi áhuga á umhverfismálum hér á landi.

Skýrslan skiptist í fjóra kafla um heilbrigt og öruggt umhverfi, vernd náttúru, sjálfbæra nýtingu auðlinda og hnattræn viðfangsefni. Í þessu riti er í fyrsta skipti fjallað um sjálfbæra neyslu og framleiðslu, menntun á sviði sjálfbærrar þróunar og um varnir gegn slysum og ofbeldi.

Í viðaukum má finna fjölda ábendinga og tillagna sem komu frá fulltrúum á umhverfisþingi 2009 og athugasemdir sem bárust ráðuneytinu í kjölfar þingsins.

Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2010-2013. (pdf-skjal).

Umhverfisþing 2009.

Birt:
27. nóvember 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Velferð til framtíðar 2010-2013“, Náttúran.is: 27. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/27/velferd-til-framtidar-2010-2013/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: