Eldsneyti
Metangasbílar sem nota hauggas hafa ekki nein gróðurhúsaáhrif þar sem að hauggasið er nú þegar bara brennt á haugunum í dag. Það er því betra að nota gasið til að knýja bíla í stað bensíns eða olíu. Vert er að athuga hvort og hvaða metangasbílar eru á markaðnum.
Metangasbílar eru yfirleitt tvinnbílar, með einn tank fyrir gas og annan fyrir bensín. Þannig er hægt að fara í langkeyrslu og nota bensín að einhverju leyti þar sem ekki er aðgangur að gasi.
Vetnisbílar hafa nánast engin umhverfisáhrif ef vetnið er framleitt með vatns-, vind- eða sólarorku. Þegar velja á milli dísel- og bensínbíls er vert að hafa í huga að díselbíll eyðir um 25% minna eldsneyti en bensínbíll. Hins vegar myndast um 16% meiri koltvísýringur við bruna á einum lítra af díselolíu en bensíni. Það þýðir að við val á milli tveggja bíla verður díselbíllinn að eyða um 16% minna en bensínbíllinn til að vera sambærilegur varðandi gróðurhúsaloftegundir. Við þetta bætist að díselbílar menga meira af svifögnum og köfnunarefnisoxíðum en bensínbílar þó svo að díselbílar séu að batna
Birt:
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Eldsneyti“, Náttúran.is: 27. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2007