Efnt verður til tveggja „grænna daga“ til eflingar umhverfisfræðslu í grunnskólum Reykjavíkur á þessum vetri. Annar verður nú í haust og sá síðari að vori. Græni vordagurinn verður helgaður nánasta umhverfi skólans en græni haustdagurinn snýst um umhverfisfræðslu.

Markmiðið er að auka „umhverfisvitund“ nemenda og hvetja þá til að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og taka ábyrgð gagnvart umhverfinu sem einstaklingur.

 

Myndin er af hrossagaukseggjum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
28. ágúst 2007
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænir dagar“, Náttúran.is: 28. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/28/grnir-dagar/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: