Börn geta smitast af sveppasýkingu í fæðingu ef sýking er í leggöngum móðurinnar. Pelabörnum er hættara en brjóstabörnum við að fá sveppasýkingu. Börn sem eru með sveppasýkingu í munni eru mjög oft með sveppasýkingu í öllum meltingarveginum. Því er gott að gefa barninu urtaveig af sólblómahatti (miðið skammtastærð við aldur barnsins) út í 3-4 msk af soðnu vatni þrisvar á dag eftir máltíð. Gefa má börnum sem farin eru að fá fasta fæðu AB-mjólk eða jógúrt með lifandi gerlum sem dugar oft vel gegn sveppasýkingu.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Sveppasýking “, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/sveppasking2/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: