Á ráðstefnunni A CURRENT THREAT sem haldin var á Hótel Nordica í gær og í dag kom m.a. fram að gróðurhúsaáhrif séu farin að hafa mikil áhrif á hitastig sjávar og þar með fiskistofnana og ætu þeirra. Mælingar hafa leitt í ljós að í fiskistofnarnir við Ísland hafa minnkað geigvænlega mikið síðan árið 1996 og er ástæðan ótvírætt talin felast í hækkandi hitastigi sjávar sem á sér rætur í síaukindi gróðurhúsaáhrifum. Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fjallaði á ráðstefnunni um útbreiðslu loðnustofnsins síðustu áratugi. Hann segir að loftslagsbreytingar, breytingar á lífríki í sjónum og ofveiði geti hafa orðið til þess að loðnustofninn minnkaði verulega. Stofninn var í vetur á milli 600.000 og 700.000 tonn en hefur gjarnan verið 1,5 til 2 miljónir tonna.

Birt:
13. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Er fiskurinn að hverfa?“, Náttúran.is: 13. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/fiskurinn_hverfa/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: