Snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi í Bolungarík á reit 4 og er rýming hafin (Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð). Gert er ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir kl. 20:00 í kvöld.
Ástæða rýmingarinnar er vegna þess að undir þeim snjó sem fallið hefur undanfarna sólarhringa er afar veikt lag sem valdið hefur því að snjóflóð hafa verið að falla, eitt og eitt á svæðinu og var síðasta þekkta flóð sem féll í dag, úr Hádegisfjalli í Bolungarvík. Í nótt verður vindátt úr NA með 15 m/s og úrkomu. Með þeirri úrskomusöfnun sem hefur átt sér stað í Traðargili og þeirrar sem er að vænta í kvöld og nótt ber að rýma hús á reit 4. Fólk er beðið um að virða ákvarðanir um rýmingu og vera ekki á ferðinni um svæðið fyrr en hættustigi er aflétt.
Ástæða rýmingarinnar er vegna þess að undir þeim snjó sem fallið hefur undanfarna sólarhringa er afar veikt lag sem valdið hefur því að snjóflóð hafa verið að falla, eitt og eitt á svæðinu og var síðasta þekkta flóð sem féll í dag, úr Hádegisfjalli í Bolungarvík. Í nótt verður vindátt úr NA með 15 m/s og úrkomu. Með þeirri úrskomusöfnun sem hefur átt sér stað í Traðargili og þeirrar sem er að vænta í kvöld og nótt ber að rýma hús á reit 4. Fólk er beðið um að virða ákvarðanir um rýmingu og vera ekki á ferðinni um svæðið fyrr en hættustigi er aflétt.
Birt:
11. mars 2009
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Snjóflóðahætta á Vestfjörðum“, Náttúran.is: 11. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/11/snjoflooahaetta-vestfjoroum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.