Umhverfisvaktin við Hvalfjörð
Hópur áhugafólks um náttúruvernd í Hvalfjarðarsveit og Kjós hefur ákveðið að stofna félag til verndar umhverfi og lífríki Hvalfjarðar og nágrennis.
Stofnfundur Umhverfisvaktarinnar verður haldinn á Hótel Glym fimmtudaginn 4. nóvember kl 20:30 og eru allir sem áhuga hafa á umhverfisvernd hvattir til að mæta.
Umhverfisvaktin mun beita sér fyrir því að vernda lífríkið jafnt á landi, lofti og í sjó og að tryggja að hagsmunum íbúa og komandi kynslóða sé gætt í ákvarðanatöku um allt sem varðar umhverfi mannsins.
Félagið er þverpólitískt og hyggst m.a. afla sérfræðilegrar þekkingar um lífríki svæðisins og deila henni með íbúum.
Allt áhugafólk um umhverfi Hvalfjarðar er hvatt til að að mæta og leggja lóð á vogarskál betri framtíðar.
Kort: Hvalfjörðurinn á Græna Íslandskortinu.
Birt:
Tilvitnun:
Jóhanna Harðardóttir „Umhverfisvaktin við Hvalfjörð“, Náttúran.is: 3. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/03/umhverfisvaktin-vid-hvalfjord/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. janúar 2011