Dr. David Suzuki og afl náttúrunnar
Dr. Suzuki er prófessor í líffræði við Háskóla Bresku Kólumbíu, náttúruverndarsinni og sjónvarpsmaður sem þekktur er fyrir að útskýra náttúruvísindin á einfaldan og heillandi hátt. Sjónvarpsþættir hans, The Nature of Things, hafa verið sýndir á mörgum helstu sjónvarpsstöðvum heims. Kesara Jónsson prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild kynnir fyrirlestur Suzuki.
Fyrirlesturinn verður fluttur í dag kl. 17:00 í Öskju, stofu 132, með fjarfundabúnaði frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu. Að honum loknum mun Dr. Suzuki taka við fyrirspurnum úr sal. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Birt:
4. apríl 2011
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Dr. David Suzuki og afl náttúrunnar“, Náttúran.is: 4. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/04/dr-david-suzuki-og-afl-natturunnar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.