Rangar upplýsingar um orkuþörf álvers í Helguvík

Umhverfisráðuneytið hefur vakið athygli Landsnets og Skipulagsstofnunar á röngum fullyrðingum um fyrirhugaða orkuþörf álvers Norðuráls í Helguvík sem fram koma í matsáætlunum Landsnets um Suðvesturlínu og ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt umhverfismat. Í gögnum frá Landsneti kemur fram að Norðurál hafi hafið framkvæmdir við allt að 360.000 tonna álver í Helguvík og sé aflþörf þess 435 MW. Þessi ranga fullyrðing er síðan endurtekin í ákvörðun Skipulagsstofnunar um að Suðvesturlína eigi ekki að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum með tengdum framkvæmdum. Hið rétta er að aflþörf fyrirhugaðs 360.000 tonna álvers í Helguvík er 625 MW. Hér skeikar því 190 MW.
Umhverfisráðuneytið vekur athygli fjölmiðla á þessu vegna þess að í nokkrum tilfellum hefur umfjöllun fjölmiðla um virkjanamál byggt á hinum röngu upplýsingum Landsnets.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Rangar upplýsingar um orkuþörf álvers í Helguvík “, Náttúran.is: 3. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/03/rangar-upplysingar-um-orkuthorf-alvers-i-helguvik/ [Skoðað:22. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.