Áfram er búist við slæmu veðri næsta sólarhringinn víða um land og er Veðurstofan enn með viðvörun vegna norðan og norðvestan 20-25 m/s yfir Vestfjörðum fram á nótt, suðvestanlands undir kvöld og norðanlands á morgun.  Ljóst er að áhrifa veðursins í kvöld og nótt mun helst gæta á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, Reykjanesi og á Höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar á þessum stöðum eru með nokkurn viðbúnað vegna þess. 

Slysavarnafélagið Landsbjörg verður með björgunarsveitir í viðbragðsstöðu og munu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu vera með mannskap á vakt í nótt.  Landhelgisgæslan er með varðskipið Tþr í viðbragðsstöðu á Faxaflóa ef á þarf að halda ásamt því að danskt varðskip er í höfn í Reykjavík og tilbúið til aðstoðar.  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur almenning til að fylgjast áfram vel með veðurspá og vera ekki á ferðinni á nauðsynjalausu þar sem áhrifa veðursins gætir.

Sjá veðurfréttir hér á vefnum.

Myndin sem fengin er af netiinu tengist ekki óveðurfréttinni nema með óbeinum hætti.
Birt:
23. október 2008
Höfundur:
Tilvitnun:
NA „Óveður“, Náttúran.is: 23. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/23/oveour/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: