Erik Solheim, umhverfisráðherra Noregs, hefur viðrað þá hugmynd að banna einnota innkaupapoka úr plasti. Talið er að Norðmenn fleygi um einum milljarði slíkra poka á ári hverju, enda mun venjulegur plastpoki aðeins notaður að meðaltali í 20 mínútur þar í landi. Áætlað er að það taki venjulegan plastpoka um 100 ár að brotna niður í náttúrunni. Norsk samtök verslunar og þjónustu eru ekki hrifin af þessum hugmyndum ráðherrans, en samtökin Grønn Hverdag hafa tekið saman góð ráð fyrir þá sem vilja segja skilið við pokana þegar í stað.
Lesið frétt NRK í gær,
rifjið upp „Orð dagsins“ 16. janúar sl.
og skoðið ráðleggingar Grønn Hverdag.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Mynd af gronnhverdag.no.
Birt:
10. mars 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 10. mars 2008“, Náttúran.is: 10. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/11/oro-dagsins-10-mars-2008/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. mars 2008

Skilaboð: