Nýlega opnaði Orkuveita Reykjavíkur fésbókarsíðu undir nafni þessa spengilega náunga „Orkuboltans“ en tilgangurinn er að ráðleggja fólki um það hvernig hægt er að nýta orkuna á sem bestan og umhverfisvænstan hátt án þess þó að minnka lífsgæði okkar.

Orkuboltinn vill ítreka það að orkan er eitt af því dýrmætasta sem við eigum og verðum við því að nýta hana sem best. Allir geta gerst vinir Orkuboltans með því að fara inná síðu hans hér: http://www.facebook.com/profile.php?ref=profile&id=1835942192

Birt:
10. mars 2010
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Orkuboltinn á Facebook“, Náttúran.is: 10. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/10/orkuboltinn-facebook/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. apríl 2010

Skilaboð: