Augnablik í Eldfjallagarði - Ljósmyndakeppni Landverndar

Í eldfjallagarðinum eru afar áhugaverð viðfangsefni fyrir ljósmyndara. Náttúrufar býður upp á fjölbreytilegt myndefni allt frá fjörum, brimi og sjávarklettum upp í hverasvæði, gíga og hrauntraðir í hálendislandslagi. Myndirnar verða kynntar á sýningu og á heimasíðu Landverndar.

Til þátttakenda:
Í dómnefnd sitja tveir ljósmyndarar þeir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson auk Guðrúnar Tryggvadóttur myndlstarmanns, fulltrúa Landverndar. Myndir til þátttöku þurfa að berast skrifstofu Landverndar fyrir 10. ágúst nk. Myndirnar skulu vera í góðri upplausn á tif-formati. (300 pix upplausn a.m.k. 40 cm á breidd). Geisladiskar sendist til:
Landvernd, Skúlatún 6, 105 Reykjavík

Diskar skulu merktir dulnafni keppanda (sjálfvalið). Í lokuðu umslagi, einnig merkt dulnefninu, skal tilgreina höfund myndanna ásamt heimilisfangi, netfangi og símanúmeri.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar veittar hjá landvernd@landvernd.is.
Birt:
2. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Augnablik í Eldfjallagarði - Ljósmyndakeppni“, Náttúran.is: 2. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/02/augnablik-eldfjallagari-ljsmyndakeppni/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: